fbpx

DRESS: WEEKDAY PRE OPNUN

DRESSSHOP

Færslan er unnin í samstarfi við Weekday á Íslandi

Út á náttfötunum enn einu sinni? Neii .. bara ég í nýjum mátunarklefa í Weekday Smáralind í gærkvöldi. Ég mætti að sjálfsögðu í viðeigandi klæðnaði frá toppi til táar:


Skyrta: Weekday, Buxur: Weekday, Veski: Weekday, Skór: Vagabond/Kaupfélagið 

Persónulega kaupi ég mest af basic klæðnaði í Weekday. Verslunin er þekkt fyrir mjög gott gallabuxna úrval og þeir stuttermabolir sem ég hef keypt þar í gegnum tíðina eru í notkun í mörg mörg ár. Undirfataúrvalið hentar mér og ég mæli með að þið gerið ykkur ferð til að kanna hvort þið séuð sammála.

Þið sem ekki þekkið til verslunarinnar þá er hún sænsk undirkeðja H&M Group, tískumerki sem sækir innblástur sinn til ungmenna og götutísku. Í dag má finna verslanir Weekday í tíu löndum og á nítján markaðssvæðum en markmið Weekday er að bjóða upp á einstaka hönnun og framandi úrval af dömu – og herra fatnaði sem og fylgihlutum.

Þessar Trendnet stöllur voru hressar á Instagram story í gærkvöldi þegar þær tóku út búðina. Eru ekki allir að fylgja Trendnet á Instagram? HÉR 

AndreA – Elísabet – Hildur SifSigríðurr

Verslunin opnar dyrnar í Smáralind klukkan 11:00 í dag. Fyrstu 100 sem versla fá 40% afslátt af kaupum og 20% afsláttur verður veittur alla opnunarhelgina. Meira: HÉR

xx,-EG-.

STÍLLINN Á INSTAGRAM: WEEKDAY GIRLS

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Arna Petra

    23. May 2019

    Er að eeelska þetta náttfatalúkk?✨ myndi ekki hika við að klæðast þessu lúkki?