fbpx

DRESS: #VÁLOKSINS

DRESSLÍFIÐ

Ég setti inn myndband á story í gær þar sem ég hélt á Zöru sendingu sem ég keypti mér sérstaklega fyrir brúðkaupið um síðustu helgi. Ég er svo innilega talsmaður þess að kaupa á netinu og þið sem fylgið mér vitið að þar geri ég 70% af innkaupum heimilisinss, mín reynsla er að þægilegra verður það ekki og oftast er sendingin komin innan 2-3 virkra daga. En ekki í þessu tilviki og ég sat því uppi með “tóma” ferðatösku á leið til landsins. Þið voruð nokkrar forvitnar um hverju ég hefði klæðst og hér kemur það. Ég keypti þennan Style Mafia jakka rétt fyrir brottför og ákvað að nota hann sem fína flík þetta kvöldið – finnst sniðið svo skemmtilegt og ég elska að vera í hvítu. Buxurnar voru keyptar samdægurs í Zöru í Smáralind (ný vara) og eyrnalokkarnir eru frá Lindex. Fyrst mátaði ég lúkkið við grófari skó en ákvað svo að nýta dásamlegu brúðarkóna mína frá Manolo Blahnik – það er synd að geyma slíka gersemi inni í skáp þó mér þyki sértaklega vænt um þá og vilji passa vel uppá þá.

Gunni er í sérsaumuðum jakkafötum sem við létum gera í Tælandi í sumar – elska hvað þau eru “easy going”.

Æ bara ef ég ætti alltaf heima á þessu hótelherbergi þegar ég er á Íslandi …. fallegt view.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VÁLOKSINS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Fanney Ingvarsdóttir

  28. January 2019

  Sjúklega flott!! Xxx

  • Elísabet Gunnars

   28. January 2019

   Takk ást ;*

 2. sigridurr

  30. January 2019

  Þarf þennan jakka!!! Flottust!!! xxx