Mánudagur á föstudegi? Mér leið þannig þegar ég vaknaði í morgun og tók því spondant ákvörðun að keyra í næsta smábæ með tölvuna að vinna, þennan síðasta vinnudag í Danmörku í bili. Áfangastaðurinn er Spiseriget í Varde sem ég mæli mikið með – æðislegt kaffihús sem gerir geggjaðan brunch og gott kaffi – þar sem ég sit og skrifa þennan póst. Meira: HÉR
Sjáið þið hvað var falleg leiðin frá bílnum í morgun? Svona litlar danskar götur fara með mig …
Kjóll: Baum und Pferdgarten, Tölvutaska: AndreA (taupoki sem fer eflaust ekkert voðalega vel með tölvuna),
Eyrnalokkar: H&M, Hettupeysa: Trendnet, Skór: Nike/Vapormax Flyknit
Það er ekki nema 20 mínútna akstur fyrir okkur að keyra til Varde og því var þetta rétt ákvörðun að taka í dag – mér finnst svo mikilvægt að breyta um umhverfi af og til, mæli með þeirri hefð.
Annars vona ég að þið eigið góða helgi – ég lendi á Íslandi á morgun (laugardag) og hlakka til að hitta ykkur í Tulipop á sunnudaginn. Viðburður á Facebook: HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg