fbpx

DRESS: DAGS OG NÆTUR

DRESSFASHION WEEK

Hæ frá sjóðandi heitri tískuviku í Kaupmannahöfn. Öðruvísi vika en við erum vön en æ hvað ég var búin að sakna þess að vera hér. Þurfti að opna aðeins tölvuna rétt í þessu og ákvað að nýta tækifærið og koma með smá tískukveðju úr höfuðborginni.

Það var langur vinnudagur í gær sem varð til þess að  ég náði ekki nema 5  mínútna stoppi upp á hótelherbergi til að kasta af mér dóti áður en við mættum í dinner. Það var því einungis skipt um bol og sett á sig rauðar varir á mettíma og bara það getur skipt sköpum. Eftir á að hyggja var það eiginlega bara gott að ég hafði svona stutta stund til að gera mig til því bolurinn naut sín vel við hversdagsleg klæði, ég kunni allavega vel að meta það.

Flip flops for the win síðustu daga .. dags og nætur –

Rykkápa: Noted Du Nord SS21 (eeeelska), Toppur: AndreA, Buxur: H&M (gamlar), Skór: Havaianas flip flops

 

Ég keypti mér þennan topp í vor og notaði hann í fyrsta sinn í gærkvöldi, frá Rotate by Birger Christensen (merki sem fæst í GK Reykjavík en ég held að þessi tiltekni hafi ekki komið þangað) og sá vakti athygli á Instagram, enda mikil skvísuflík. Aðrar flíkur eru þær sömu og fyrr um daginn.

Fylgist endilega með mér á Instagram story HÉR – þar er af nægu að taka.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

TÍSKUVIKA MEÐ ÖÐRU SNIÐI

Skrifa Innlegg