fbpx

ÚLPUR ERU INN

COPY/PASTEFASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Skemmtilegasti copy/paste póstur hingað til (!!) ..
66°Norður hafa endurhannað nokkrar frægar flíkur í tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins. Þar á meðal hina eftirminnilegu Kríu í tveimur litum. Sú flík ætti aldeilis að vera vinsæl núna miðað við það sem hátískan sýnir okkur.
Þegar ég skoðaði haustlínu franska hátískuhússins Balenciaga þá hugsaði ég einmitt til frægu skíðaúlpnanna frá 66°Norður. Þetta er því aldeils skemmtilegt fyrir þá sem vilja borga minna fyrir sambærilega vöru? Ég held að það sé fyrstur kemur fyrstur fær þar sem aðeins var hannað lítíð magn af þessari skemmtilegu afmælisútgáfu sem mun fást í verslun 66°Norður á Laugavegi frá og með morgundeginum (1. desember).

bal66Ætli Balenciaga hafi fengið innblástur frá íslensku Sjóklæðagerðinni? Það gæti vel verið –

_mon0204 _mon0242

Balenciaga FW16

w11140-224 w11140-409
66°Norður 1991 (og aftur 2016)

Æ – ok, Balenciaga er örlítið meira fashion í þessu yfirstærðar sniði með möguleika á axla lúkkinu, ég veit það vel. En þetta er samt sambærilegt á svo marga vegu og við getum vel leikið lúkkið eftir með gömlu góðu Kríu jökkunum. Eru þið allar farnar inn í geymslu að leita uppi gersemina? ;)
Úlpur eru inn!
Og það er trend sem við ættum aldeilis að taka þátt í á þessum köldu (en dásamlegu) vetrardögum. Látum okkur ekki verða kalt.

//

66°North made a special anniversary capsule collection with brought back some old and classic items.
I am wondering if Balenciaga got inspired by the Icelandic label for their FW 2016 collection? You never know ?
Winter jackets are this seasons trend and I love it.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LANGAR: JÓL Í NORR11

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Anonymous

  1. December 2016

  Hæ!
  Langar svo að spyrja þig-sá á insta story að þú varst með ferm living aðventukranskinn hangandi, ertu með stærri gerðina eða minni?:)
  Get ekki fundið út hvort að sá minni geti mögulega hangið eða bara verið á borði, væri skemmtilegt að hafa báða möguleika? Lúxusvandamál desembermánuðar!
  Jólakveðja:)

 2. Anonymous

  1. December 2016

  Hæ!
  Langar svo að spyrja þig-sá á insta story að þú ert með Ferm living aðventukransinn hangandi, ertu með stærri gerðina eða minni?:)
  Get ekki fundið út hvort að sá minni geti mögulega líka hangið eða bara verið á borði?Væri gaman að hafa möguleika á báðum? Lúxusvandamál desembermánuðar!
  Jólakveðja!

 3. ...

  1. December 2016

  Hæ!
  Langar svo að spyrja þig-sá á insta story að þú ert með Ferm living aðventukransinn hangandi, ertu með stærri gerðina eða minni?:)
  Get ekki fundið út hvort að sá minni geti mögulega líka hangið eða bara verið á borði?Væri gaman að hafa möguleika á báðum? Lúxusvandamál desembermánuðar!
  Jólakveðja!

 4. Elísabet Gunnars

  1. December 2016

  Hæhæ :) Ég er með stærri stærðina. Elska minn og mæli með!