fbpx

BÚIÐ YKKUR UNDIR GÆSAHÚÐ: CHANEL NO°5

FASHIONFÓLK

Það lyftust hárin á höndunum og ég fékk hlýju í hjartað þegar ég rakst á hátíðar herferð Chanel sem tekur okkur með í ferðalag sem enginn má missa af. Það eru Marion Cotillard og Jérémie Bélingard sem leiða okkur í gegnum myndina en þetta er fyrsta N°5 herferð Cotillard  – og hún geislar svo sannarlega. Chanel N°5 er einn af þekktustu ilmum heims en það var sjálf Marilyn Monroe sem kom honum fyrst á kortið, en hún notaði eingöngu þennan fræga ilm, in bed .. eins og kannski einhverjir muna eftir.

PRESSIÐ Á PLAY

Hvaðan er kjóllinn?

Marion Cotillard dansar svo dásamlega í fallegum glimmer gullkjól sem gefur áhorfendum algjört vá móment, allavega mér sjálfri. Um er að ræða endurgerð á gömlum kjól sem Gabrielle Chanel klæddist á sínum tíma. Heyrið söguna á bakvið það í spilaranum hér að neðan.

“It’s a reinterpretation of a dress Gabrielle Chanel wore. It’s a gem, quite simply.”

Yfir 10.000 pallíettur voru handsaumaðar með nál ..

Ó – ég kemst í hátíðarskap .. 

Meira um kjólinn hér að neðan, bakvið tjöldin –

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

LÍFIÐ Í LJÓSBLÁA JAKKANUM

Skrifa Innlegg