fbpx

LÍFIÐ Í LJÓSBLÁA JAKKANUM

LÍFIÐ

Sami jakki, tvo laugardaga í röð.

Það eru eiginlega bara mjög stórar fréttir að ég hafi átt erindi út úr húsi síðustu tvo laugardaga. Maður er ekki mikið að lifa lífinu utan heimilisins þessa dagana en hér á meginlandinu erum við þó að lifa eftir örlítið öðruvísi reglum. Börnin fá ennþá að mæta í skóla og tómstundir en það er samt sem áður grímuskylda allstaðar og maður gerir sitt besta við að fara eftir settum reglum, það er meira en sjálfsagt mál. Við erum öll almannavarnir er bara ágæt setning að minna sig á og enginn er betri en annar í þeim efnum.

Við á Stormgade erum ekki mikið að mæla okkur mót við “nýtt fólk” heldur hittum við nánast bara okkar íslensku íþróttafjölskyldu og jii hvað það er dýrmætt að eiga slíka fjölskyldu þegar maður býr í útlöndum á svona skrítnum tímum. Gunni og liðið hans (og önnur atvinnumannalið í öllum dönskum íþróttum) fara í Covid test einu sinni í viku svo við fáum reglulega jákvæðar fréttir af honum og liðsfélögum hans – vonandi heldur það þannig áfram.

Við Gunni tókum þá ákvörðun strax í vor að passa vel upp á okkur og okkar – ég hvet fólk til að vinna eftir því hugarfari. Þetta mun taka enda …

Ég elska nýja jakkann minn sem er úr samstarfi Trine Kjær við NA-KD, fæst: HÉR. Þessi ljósblái litur er svo bjartur og fallegur og ég held að hann fari vel við rauðar jólavarir í desember. Er það ekki bara?

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

UMVAFIN ÍSLENSKRI DRAUMASÆNG

Skrifa Innlegg