BRR …

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

Mér finnst tilvalið að segja frá nýrri peysu, “vetrarflík” , sem ég fékk mér fyrir ferðalag um Ísland fyrr í mánuðinum. Hér sit ég nefnilega föst við tölvuskjáinn að klára uppsafnaða vinnu sem setið hefur á hakanum í vikunni, dúðuð í þessa tilteknu flík. Kannski ekki endilega draumastaða á föstudagskvöldi! Flíkin er falleg og ég gleðst yfir því að fletta í gegnum myndir úr ólíkum ferðalögum síðustu vikna. Við fjölskyldan vorum sannarlega ekki heppin með veður og því notaði ég peysuna full mikið miðað við árstíma. Ísland – best í heimi ;)

13734625_10153887215262568_1489792460_n

Drungalegt en dásamlegt í Fnjóskadal

13705056_10153887215322568_1788393310_n
Fyrsta útilegan hjá vísitölufjölskyldunni

13689510_10153887215032568_1493115906_n

Alba við bátahöfnina á Húsavík

Flíkin er mjög umtöluð fyrir þær sakir að hún er prjónuð erlendis en merkt 66°Norður sem íslensk vara. Þó að hún sé framleidd erlendis þá er hönnunin að sjálfsögðu íslensk. Ég er mjög ánægð með þessa nýju flík sem hefur haldið á mér hita uppá síðkastið. Þetta skemmtilega video var tekið þegar ég mátaði hana í fyrsta sinn … í stuði í verslun 66 í Bankastræti.

Góða helgi kæru lesendur – hvar sem er á landinu – hvernig sem viðrar.

//

This sweater has been keeping me warm during my travel in Iceland. It seems like I was chasing the bad weather so the sweater saved my life on cold Icelandic summer nights.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: BRING BABY TO WORK

Skrifa Innlegg