fbpx

BRANSASÖGUR

LÍFIÐTRENDNET

Það var ánægjulegt, stressandi en líka hollt að setjast í rauða stólinn hjá Íslandsbanka og rifja upp hvað ég hef áorkað síðustu 10 árin. Fyrst sem persónulegur ráðgjafi með þjónustu við Íslendinga í skandinavísku verslununum og síðar þegar við opnuðum Trendnet og hvernig hjólin hafa rúllað síðan þá.

Það er ekki gefið að blogg geti gengið vel og því er ég svo þakklát fyrir öll árin mín í þessum bransa, tækifærin, félagsskapinn og ólíku verkefnin sem hafa komið uppá borðið af því að ég leita eftir þeim og sinni að metnaði og dugnaði. Þegar ég er spurð að því hver lykillinn af vinsældum blogga sé, þá svara ég alltaf að það sé virkni númer 1 2 og 3, ég tala nú ekki um að ef maður ætli sér að gera smá buisness úr þessu líka. Að deila svæði með mörgum pennum undir sama hattinum er líka betra því þá get ég treyst á að þeir séu með eitthvað fram að færa ef ég verð t.d. veik eða kemst ómögulega í það að koma frá mér efni. Lesendur eru nefnilega fljótir að fælast frá ef það er ekki ferskleiki á síðum eins og þessari, bæði hérlendis og erlendis.

Trendnet á auðvitað alla velgengni að þakka því frábæra fólki sem skrifar á vefinn og hefur gert í gegnum tíðina – þau hafa skapað ímyndina og virðinguna sem miðillinn hefur hlotið. Síðan eru það auðvitað lesendurnir sem eru mikilvægastir þegar allt kemur til alls og það er svo frábært að þið gerið ykkur ferð á þennan uppáhalds vef minn – TAKK ÞÚ!

Það er mikilvægt að horfa út fyrir boxið í þessu eins og öðru og hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur. Ég hef alla tíð haft mjög gaman af því að vinna og vill vinna mikið og uppskera eftir því. Ég er því mjög heppin að þessi nýjung sé til í dag, núna þegar ég sinni líka því stóra hlutverki að vera kona atvinnumanns í íþróttum, búsett í útlöndum með tvö börn.

Það eru forréttindi að fá að upplifa bæði handboltalífið en líka eiga sinn eigin feril eða frama með fartölvuna í fanginu, óháð því hvar við búum í heiminum hverju sinni. Bráðum verður Trendnet 6 ára, pælið í því! Time flies when you are having fun.

Pressið endilega á PLAY hér að neðan til að heyra mína sögu í mýflugumynd, á rétt rúmum 3 mínútum.

https://www.facebook.com/islandsbanki.is/videos/10155773439518652/

Takk fyrir mig Íslandsbanki.

Áfram gakk … !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Andrea

    2. August 2018

    Geggjað
    Geggjuð
    Áfram þú

  2. Guðrún Sørtveit

    2. August 2018

    Geggjuð <3

  3. Guðrun

    3. August 2018

    Einhver ráð fyrir þá sem langar að stofna sitt eigið fyrirtæki?❤️

    • Elísabet Gunnars

      6. August 2018

      Hrinda í frankvæmd, ekki mikla það fyrir sér. Vera með plan og framtíðarsýn. Það gerist ekkert á einni nóttu og góðir hlutir gerast hægt. Gangi þér vel :*