English Version Below
Takk 66°Norður fyrir að taka vel á móti okkur Trendneturum í sýningarherbergi ykkar í Kaupmannahöfn!
Við fengum að sjá hvað bíður okkar næsta haust frá útvistar merkinu vinsæla, það mætti kannski fara að kalla þetta tískumerki miðað við hvernig Danirnir nota flíkurnar. Það var Guðný sem tók á móti okkur með heitt á könnunni á meðan hún kynnti okkur fyrir línunni sem er heldur litríkari en áður og gleður augað.
Við Andrea Röfn, Sigríðurr og Helgi Ómars mátuðum okkar uppáhalds flíkur og nú þegar hafa lesendur Trendnet fengið að sjá fullt. Ég var einnig í beinni á Trendnet Instagram story en það getið þið skoðað hvenær sem er í highlights: HÉR.
Við fífluðumst með það að við værum smá eins og Stubbarnir. En elskuðum allar TIND (Tindur) sem er nýtt snið í mörgum litum –
Þessi gula peysa má verða mín … litur sem fer öllum vel –
Andrea Röfn sæt í rauða dúnvestinu. Logo röndin setur punktinn yfir i-ið –
Gaman saman –
Þið spurðuð margar út í þessa derhúfu … já hún fer í sölu og er mjög hlý!
Þessi húfa er líka nýtt snið og fer öllum .. hún er ekki of þröng heldur liggur hún þægilega á höfðinu –
Og að lokum þá hengdi ég upp nokkrar flíkur sem eru á mínum óskalista … íslenskt – já takk.
//
We got the chance to visit 66°north’s showroom in Copenhagen.
The brand has been very successful in Denmark so far and very popular on the streets – fashion that keeps you warm. You can see some of my favorites from the AW collection above.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg