Margir vilja meina að það sé fyrir löngu kominn tími á myndablogg frá Barcelona. Ég er þar alveg sammála en raunin er bara sú að ég hefði mátt vera miklu duglegri á vélinni. Ferðin var að mestu ætluð í afslöppun og við stóðum við þau orðin með því að halda okkur mikið á (fullkomna) sundlaugarbakkanum. Við vorum þó ekki bara á bakkanum, þvi við hjóluðum líka um alla borg, tókum bíl í sólahring þar sem við leituðum uppi leynistrandir, skoðuðum helstu túristastaði, kíktum smá í búðir og fylgdumst með iðandi mannlífinu. Þegar ég hugsa til baka … æ hvað við höfðum það gott! Þetta eru þær myndir sem rötuðu í fjölskyldualbúmið –
Barcelona bíður uppá eitthvað fyrir alla. Ég heillaðist af fallegum byggingum borgarinnar og fjölbreytta mannlífinu. Ég mæli með því að taka hjól í borgarferðum því þannig nærðu að upplifa meira á styttri tíma.
Takk fyrir okkur. Ég kem aftur einn daginn, engin spurning.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg