fbpx

B27 – BAÐHERBERGIÐ

B27BETA BYGGIRSAMSTARF

Nýja baðherbergið í kjallaranum okkar er loksins klárt og ég frumsýndi það víst alveg óvart um síðustu helgi. Fannst eins og ég hefði áður sett það í mynd á Instagram hjá mér en það var greinilega ekki staðan því spurningunum rigndi inn í kjölfar þessa innleggs:

Við fengum allt á einum stað – í BYKO – og erum í skýjunum með útkomuna.

PRESSAÐU Á PLAY

 

LESTU LÍKA: MEÐ KITKAT FLÍSAR Á HEILANUM

Við tókum kannski smá séns með því að flísaleggja alla veggi í þessum undurfögru flísum en eins og ég hef sagt áður þá kom það svo ótrúlega vel út og ég get því staðfest að það getur algjörlega verið málið fyrir lítil baðherbergi eins og þetta. Öll tæki og tól voru valin með það að markmiði að fá mikið fyrir peninginn. Verðin á t.d. blöndunartækjum eru á risa bili og þetta er allt saman fljótt að telja þegar öllum atriðum er safnað saman. Við völdum því að taka látlausar vörur á góðu verði og sem dæmi má nefna þá voru blöndunartækin og klósettið á tilboði þegar við festum kaup á þeim. Það er nefnilega alls ekkert þannig að það dýrasta sé það flottasta á þessu sviði :)

Innrétting: JKE, einn skápur með tveimur skúffum, úr eik

Ég er sérstaklega ánægð með spegilinn. Hann kemur með þessu innbyggða ljósi fyrir aftan og gefur rýminu svo fallega birtu.

Vaskurinn er mött skál úr Byko og blöndunartækin frá Grohe

Basic handklæðaofn og klósett

Þetta verður líklega í fyrsta og síðasta sinn sem ég tala um klósett hér á blogginu. En ég deili með ykkur ábendingum sem ég fékk við valið. Í fyrsta lagi þá völdum við þunnan klósettkassa því hann gat þá verið alveg innfallinn í einangrun veggjarins, semsagt engin hilla eða kassi í kringum klósettið. Við völdum síðan klósett sem var styttra en önnur af því að baðherbergið er lítið og eina tipsið sem ég fékk var að passa að það væri auðvelt að þrífa svæðið bakvið setuna. Ekki meira um klósett í bili :)

____

Í samstarfi við BYKO stend ég fyrir veglegum Instagram leik sem ég vona að þið kunnið vel að meta. Ég hef áður staðið fyrir svona dúndur gjafaleik með þeim og þá voruð þið virkilega ánægð með það og því held ég að það passi jafn vel núna, inn í breytingar og bætingar haustsins. Um er að ræða 150.000 (!) króna inneign í verslun …. 100 fyrir þig og 50 fyrir þann sem þú merkir.

MIÐI ER MÖGULEIKI MEÐ ÞVÍ AÐ PRESSA Á MYNDINA HÉR AÐ NEÐAN

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

CHANEL X HARPER’S BAZAAR Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg