fbpx

BABYMOON – ÖÐRUVÍSI ALICANTE

FERÐALÖGLÍFIÐSAMSTARFTRAVEL

Ó hvað spontant getur verið best. Einn erfiðan sumardag þegar lægð skall á landið í byrjun mánaðar þá ákvað ég að við Gunni skyldum hoppa í foreldrafrí í sólina, líklega það síðasta í einhvern tíma þar sem von er á nýjum fjölskyldumeðlim í haust. Við sáum alls ekki eftir ákvörðuninni að hoppa í hitann og náðum að fullnýta vikuna okkar vel.

Við byrjuðum í Valencia, borg sem fylgjendur mínir á Instagram vildu vita meira um. Það voru fáir sem gerðu sér grein fyrir hversu nálægt Alicante borgin er. Strönd í borg er concept sem ég kann mjög vel að meta. Ef ég ætti að lýsa Valencia þá upplifði ég hana sem litla Barcelona nema einhvernvegin hreinni og rólegri. Ást við fyrstu kynni hjá undirritaðri. Ég mæli með heimsókn í haust og “framlengja” þannig sumarið.

Ég á einhver góð tips fyrir ykkur sem leggið leið ykkar til borgarinnar…

FRÁ REYKJAVÍK TIL ALICANTE

Frá Valencia keyrðum við svo upp í fjöllin nálægt litla bænum Xaló, þar duttum við óvænt inn á besta markað í heimi á laugardagsmorgni, mæli með bíltúr ef þið eruð í nágrenninu á næstunni – þar má gera góð kaup.

Lúxus sveitasetur með engri truflun í nærumhverfi, er mest nærandi frí sem við Gunni veljum okkur. Paradísar dagar, namaste með meiru.

Ertu að leita að öðruvísi Alicante? Þá er þetta ágætis uppskrift.

Takk fyrir okkur besta babymoon … stækkandi bumba þarf bráðum að taka pásu á ferðalögum, það verður furðulegt fyrir konu eins og mig sem elskar að skipta um umhverfi frá annars ágæta Íslandi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

VAKNAÐ Í VALENCIA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    24. July 2022

    😍🌞💛