fbpx

AMMA

DRESSLÍFIÐ

Amma mín fagnaði sjötugs afmæli sínu í gær og ég var viðstödd afþví að ég er á landinu þessa dagana. Mikið sem mér fannst það gaman að geta verið með – oft svo erfitt að missa af svona mómentum þegar maður býr erlendis. Elsa amma er alltaf hin glæsilegasta og ól mig upp (ásamt ungri mömmu minni) fyrstu árin mín. Hún er gull út í gegn og góð vinkona mín.

Ömmur eru bestu konur sem allir geta átt og ég er svo rík að eiga margar og allar með hjarta úr gulli. Ætli þetta gerist bara þegar maður fær þetta hlutverk? Eða er ég sérstaklega heppin með mínar? Ég finn það eftir að ég eignaðist börn að allar ömmurnar þeirra gefa þeim sömu ást og ég finn frá mínum, svo ætli þetta sé ekki lífsins gangur.

Til hamingju með afmælið amma.

//

Yesterday was my grandmothers birthday – 70 years! I am so grateful that I had the chance to celebrate with her, one of the faults of living abroad is that you miss a lot of these moments. Happy birthday!

Ég klæddist blússu sem ég keypti á Nelly.com í vor (sænsk netverslun) – þið voruð mjög margar að spyrja um hana í gær.
Maður getur dregið hana meira út á axlir sem er mjög næs og ég sé líka að hún er á 50% afslætti þessa dagana. Fæst: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

#MÆÐRASTYRKUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Þóra

    13. June 2018

    jiii hvað þið eruð sætar

  2. Kristín María

    13. June 2018

    Til hamingju með ömmu þína :) Einu sinni var ég svo heppin að deila með henni skrifborði í vinnunni… ;) Það var aldrei leiðilegt hjá okkur! Hún er með hjarta úr gulli hún Elsa. Til hamingju aftur, þú ert heppin með ömmu.