fbpx

#MÆÐRASTYRKUR

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐSHOP

Ég klæddist sömu fallegu flíkinni bæði laugardag og sunnudag. Um er að ræða góðgerða bol sem hannaður er af Hörpu Einarsdóttir fyrir Mæðrastyrksnefnd.

Auglýsingaskiltið fyrir aftan er hluti af steggjun mannsins míns og ég fer ekkert nánar út í þá sögu haha. ;)


Myndin sem er á bolnum sýnir konu sem ver sig og ungann sinn fyrir utanaðkomandi ógn. Myndin táknar styrkinn og staðfestuna sem þarf að sýna til að halda velli í lífsins ólgusjó, auk þess sem hún sýnir að öll getum við þurft á verndandi öflum að halda til að bæta líf okkar.

Mér finnst myndin passa einstaklega vel við það dásamlega starf sem unnið er hjá Mæðrastyrksnefnd, nefndin veitir von og hefur gert það síðustu 90 árin. Að jafnaði aðstoða þau um 300 heimili á viku og mun fleiri um jól og aðrar stórhátíðir. Nefndin hefur barist fyrir mannúðlegri félagsmálalöggjöf og haft áhrif á bæði almenningsálit og löggjöfina þegar kemur að því að aðstoða efnaminni einstaklinga og fjölskyldur.

Verkefnið fór af stað fyrir rúmri viku síðan og stendur út sumarið. Settir voru í sölu tvær týpur af bolum, taupoki og bollar sem finna má víða í sölu. Til dæmis: HÉR en einnig í Kringlu og Smáralind eftir hádegi þann 14. og 15. júní. Og alla daga í Hátúni 12 b þar sem nefndin er til húsa.

Ég vona að við flest reynum að styðja við jafn verðugt málefni og þetta. Margt smátt gerir eitt stórt. Ég klæðist þessum bol mjög stolt og vona að þið eigið eftir að gera slíkt hið sama. 

Svo eitt að lokum .. Hvar er góða veðrið? Ég væri til í að sjá þessa gulu meira á elsku klakanum okkar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

Skrifa Innlegg