fbpx

AFMÆLISHAMINGJA Í SAMKOMUBANNI

6.maí 2020 –

Ég var vakin með rjúkandi kaffibolla og croissant í rúmið af fólkinu mínu sem knúsaði mig í kaf. Þegar krakkarnir fóru í skólann fórum við foreldrarnir á smá æfingu og svo hafði ég klukkutíma áður en Gunni bað mig að mæta út í garð í  hádegismat. Lúmski ..
Þar mættu óvænt tvö vinapör sem nutu sólarinnar með okkur og æ hvað þetta var allt vel heppnað. Mér finnst ég alltaf eitthvað sérstaklega vel gift þann 6.maí ár hvert, og það er engin breyting á slíku þó að það sé samkomubann og minna hægt að gera en ella. Takk fyrir mig elsku besti Gunni.

Smørrebrød og bubblur í garðinum okkar góða.

Ég dró fram topp sem ég keypti mér fyrir nokkrum árum í H&M (trend). Ég var búin að gleyma honum en fann hann á fullkomnum tíma þegar mig vantaði eitthvað að ofan við vintage Wrangler buxur sem ég nota mjög mikið. Skórnir eru gamlir frá Bianco. Eyrnalokkar  eru  Vanessa Mooney frá Yeoman.

Ég er mjög mikið afmælisbarn og ár hvert leyfi ég mér að njóta þess að loka tölvunni án þess að fá samviskubit. Ég vona að þið gerið það flest … það má!
33 and counting.  Takk allir fyrir kveðjurnar.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

INNIPÚKAR: Í STÍL VIÐ SMÁFÓLKIÐ MITT

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Andrea

    7. May 2020

    Til hamingju með daginn þinn, fallegur dagur <3

  2. Arna Petra

    7. May 2020

    Gunni er með þetta!?? & þú gordjöss ❣️