– UPPFÆRT –
Váháhá!! Takk kærlega fyrir frábærar viðtökur við fjórðu aðventugjöfinni hér á blogginu. Með hjálp random.org fékk ég upp heppin lesanda til að gleðja rétt fyrir jólin.
Kæra Steiney Snorradóttir þú ert sú heppna að þessu sinni. Sendu mér línu á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.
Takk þið öll fyrir þáttökuna.
Hlýjar hátíðarkveðjur yfir hafið
____________
Ég trúi því ekki að það sé kominn fjórði í aðventu … tíminn flýgur!
Það er komið að síðustu Aðventu gjöfinni minni hér á blogginu og hún er sko ekki af verri endanum.
Mínir lesendur vita að 66°Norður er í miklum metum hjá mér enda birtast vörur frá þeim reglulega á blogginu. Fyrirtækið hefur tískuvæðst ótrúlega hratt síðustu árin og virðist alltaf vera með hlutina á hreinu heima á Íslandi en líka hérna megin við hafið. Á mjög stuttum tíma er til dæmis í mikilli tísku að klæðast 66°Norður í Kaupmannahöfn – ekki slæmt!
Er ekki við hæfi að við látum sjóklæðagerðina sjá um síðasta glaðninginn í desember? Mér finnst það ..
Ný yfirhöfn kom í sölu í vikunni og ég er hrifin! Heppinn lesandi mun hljóta þennan fallega anorakk – Suðureyri Anorak. Flíkin er nútíma útgáfa af hinum klassíska sjóstakk sem er ein af einkennis flíkum fyrirtækisins.
Ég fíla þetta lúkk í botn. Úlpan er í herrasniði, en ég vel mér oftast herraúlpur í minnstu stærðunum og hér að neðan sjáið þið bæði dömu og herra klæðast henni. Svona eiga úlpur að vera – stórar, hlýjar og fyrir vikið meira kósý.
Þessi myndaþáttur að neðan hittir líka í mark. Er kúl út í gegn, hrár og sýnir okkur krefjandi íslenskar aðstæður – SELT.
Leikreglurnar finnið þið neðst í póstinum … megi heppnin vera með ykkur.
Langar!!
LEIKREGLUR
- Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
- Skiljið eftir komment við færsluna með stærð sem þið óskið eftir (XS-L)
- Ég er @elgunnars á Instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg