Ég get svo svarið fyrir það. Ég er alveg að gefast upp á leit minni af hinni einu sönnu íslensku íbúð.
Síðustu mánuði hef ég eytt alltof miklum tíma á fasteignavefum í von um að detta inn á draumaíbúðina. Ég er svo miður mín yfir því litla sem er í boði, finnst alltof lítið framboð af álitlegum eignum. Þær hljóta að vera allar uppteknar þó að ég vilji ekki trúa því.
Ég er samt ekkert með brjálaðar kröfur, held ég. Nema jú kannski staðsetningin. Og svo auðvitað verðið.
Það sem að gerir íbúð sjarmerandi getur verið margt. Hátt til lofts, fallegir gluggar, risíbúðir heilla, opið rými, trébitar í lofti, arinn, franskar hurðir, svalir sem að snúa í suður eða jafnvel bara fallegt útsýni frá stofuglugganum.
Þessar eru á desktopinu. En þær eru allar mjög skandinavískar og örugglega drauma. Ég er auðvitað voða sænsk.
Lumi þið nokkuð á eign sem að ykkur vantar að selja?
Æji ég vona það …
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg