fbpx

VICTORIA BECKHAM: GESTARITSTÝRA FYRIR VOGUE PARIS

FASHIONFÓLKFRÉTTIRMAGAZINE

Fatahönnuðurinn Victoria Beckham er ekki bara forsíðustúlka fyrir Vogue að þessu sinni því í jólaútgáfunni kemur hún inn sem gestaritstýra í þessari stærstu tískubiblíu – ekki slæmt!
Það er ekki oft sem að eiginmaður hennar fylgir með í tískuverkefnin en að þessu sinni opnar hún fjölskyldualbúm fyrir lesendur ásamt því að David prýður með henni forsíðurnar tvær sem að báðar eru uppfullar af rómantík.

Hún sagði sjálf á Twitter í morgun:
“So much fun guest editing the @VogueParis Christmas issue x VB,”

Ég hef trú á henni. Og er því örugglega ekki ein um að hlakka til að kippa þessu eintaki úr hillunum um helgina. VB + sinn fyrir Vogue Paris. 

victoria_beckham_invit__e_d_honneur_du_num__ro_de_no__l_d__cembre_2013__janvier_2014_de_vogue_paris_64_north_545x
victoria_beckham_invit__e_d_honneur_du_num__ro_de_no__l_d__cembre_2013__janvier_2014_de_vogue_paris_778_north_880x
03_456788232_north_880x
04_340027332_north_880x

Þessi tvö selja mér ástina … alltaf. Held að þetta sé algjörlega true love. Hlakka til að sjá og lesa meira.

xx,-EG-.

LEÐUR GLEÐUR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Hófí

  29. November 2013

  Ok. Þetta blað er algjörlega must have! Þau eru svo ótrúlega mikið flott. Fæ aldrei nóg af þeim og er alltaf að fýla VB meira og meira!
  Jólasveinninn myndi sko heldur betur slá í gegn ef honum tækist að nælda í eitt eintak! … Eða báðar forsíður for that matter! <3

  • Elísabet Gunnars

   29. November 2013

   Ég er sammála með VB – kemur meira á óvart með tímanum… Vonandi verður jóli góður við þig :)

 2. Inga Rós

  29. November 2013

  Geggjaðar myndir af þeim, þau eru svo flott.