Á ÓSKALISTANUM: VB X ESTÉE LAUDER

ÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

VB X ESTÉE LAUDER

Mig dreymir um þessa fallegu línu.. en þetta er snyrtivörulína sem Estée Lauder gerði í samstarfi við Victoriu Beckham. Ég er ekki búin að geta hætt að hugsa um snyrtivörurnar úr þessari fallegu línu en Victoria hefur áður komið út með línu í samstarfi við Estée Lauder en ég er miklu spenntari fyrir þessari. Mér finnst allar vörurnar útpældar og margar af þeim sem ég hef ekki séð áður eða klassískar vörur sem hún er búin að gera að sínu. Þessi lína kemur einungis í takmörkuðu magni og hugsa ég að hún komi ekki til Íslands.. en ef hún kemur þá læt ég ykkur strax vita!

Í fyrsta lagi er þessi lína gullfalleg, pakkningarnar og vöruúrvalið. Mér finnst einstaklega gaman að sjá hvað Victoria lagði mikla vinnu í þessa línu, allar vörurnar eru útpældar og litaúrvalið skemmtilegt. Hún segist hafa viljað ögra sjálfum sér og örðum með litavalinu. Hún er sjálf mikið fyrir “nude” tóna liti en núna vildi hún breyta til. Hún valdi til dæmis ekki þessa klassísku hlýju tóna einsog er svo mikið núna heldur bláan og gráan.

Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem eru efst á óskalistanum mínum úr þessari línu..

BRONZER IN SAFFRON SUN

Þetta er matt sólarpúður sem gefur fallegan hlýjan lit yfir andlitið og eru pakkningarnar gullfallegar. Þetta er örugglega frábært þegar maður er að ferðast því það er stór spegill og hægt að nota þetta líka sem augnskugga.

EYE KAJAL IN BLACK SAFFRON/VANILLE

Þetta er vara sem mér finnst að allir ættu að eiga en þetta er augnblýantur með svörtum blýanti einum megin og ljósum hinum megin. Þetta er mjög kremaður blýantur sem blandast auðveldlega en helst vel á augunum.

AURA GLOSS

Mér finnst þetta mjög áhugaverð vara en er eflaust ekki fyrir alla en þetta er gloss sem hægt er að nota allsstaðar á andlitið. Til dæmis á augnlokin, varirnar eða kinnbeinin og eflaust hægt að leika sér endalaust með þessa vöru.

EYE FOIL IN BLONDE GOLD

Þetta er krem augnskuggi með metal áferð sem auðvelt er að blanda út en þornar síðan og helst á augnlokunum. Ég er búin að heyra einstaklega góða hluti um þessa vöru og hún virðist vera ótrúlega falleg.

EYE MATTE DUO IN BLEU ÉLECTRIQUE/NUDE

Þetta er alls ekki eitthver palletta sem ég myndi yfirleitt vera mjög spennt fyrir en það er eitthvað við þessa liti. Ég á ekkert sem er í líkingu við þessa pallettu og eru margar skemmtilegar farðanir sem mig dettur í hug að gera með henni.

EYE METALS EYESHADOW IN BLONDE GOLD

Þetta er augnskuggi sem er með metal áferð og gæti ég hugsað mér að hann yrði flottur í innri augnkrók eða yfir allt augnlokið. Síðan yrði þetta ótrúlega fallegt í snyrtibuddunni eða á snyrtiborðinu.

MATTE LIPSTICK IN VICTORIA

Þessi varalitur á að vera frekar kaldur og ekki of rauður né of gulur heldur hin fullkomni “nude” litur. Það þarf ekki mikið meira til þess að selja mér þennan en ég elska að prófa nýja “nude” varaliti.

LIP PENCIL

Það sama gildir um þennan varablýant en hann á að vera mjúkur á vörunum og er hinn fullkomni “nude” varablýantur.

MORNING AURA ILLUMINATING CREME

Rakakrem og primer saman í einu en þetta á að gefa fallegan ljóma. Þið vitið vonandi nú þegar að ég elska allt sem er ljómandi eða gerir húðina mína ljómandi þannig þetta er efst á lista.

 

Ég sá þetta myndband á instagraminu hjá Victoriu og finnst það mjög skemmtilegt, sýnir hvernig henni finnst best að nota vörurnar sínar..

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

STELDU STÍLNUM: VICTORIA BECKHAM

FASHIONISTAINSPIRATIONSTELDU STÍLNUM

Victoria-Beckham-ss17-nyfw-cover-1

 

Innblástur dagsins fæ ég frá New York Fashion Week. Victoria Beckham sýndi glæsilega 2017 sumarlínu sína í gærkvöldi (gærmorgun á USA tíma).
Af öllum lúkkum sem sýnd voru á pöllunum var það hönnuðurinn sjálfur sem stal athygli minni. Hún klæddist fatnaði í yfirstærð  – teinótt silkiblússa við gráar buxur og svart belti. Útkoman var svo sannarlega eitthvað fyrir minn smekk – afslappað en samt mjög elegant. Það hafa margar vefsíður gripið þetta lúkk og dásamað enda ólíkt því sem VB gefur sig út fyrir að vera. Mér finnst frábært að sjá hana á flatbotna skóm en fyrir stuttu lét hún hafa eftir sér að hún klæddist alltaf hælum. Tímarnir breytast og mennirnir með …

sss

Ég tók saman sambærilegt lúkk með vörum sem fáanlegar eru í íslenskum verslunum.
Stelum stílnum – ekki af verri endanum!!

Buxur: Lindex, Blússa: Moss/Gallerí17, Belti: Lindex, Hringur: Kria Jewelry, Úr: Kimono/Húrra Reykjavík, Armband: Vila, Skór: Birkenstock/Skór.is

 

9
Er Victoria Beckham með svarta beltið í fasjón? Ég held það ..
Hvar finnum við annars svona 30´s lúkk? Góð hugmynd væri að leita uppi svartan klút og nota sem belti?

3833FF9B00000578-3784056-image-a-77_1473602335431

 

//

Victoria Beckham looked great in a relaxed, yet chic, outfit when she showed her ss17 collection in New York this weekend. For me she stole the attention from the runway – but the spring summer is gonna be pretty nice though.

Above I gathered together items from Icelandic stores that give us similar look ..

Black belt in fashion? I think so …

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VICTORIA BECKHAM FYRIR VOGUE KÍNA

EDITORIALINSPIRATION

 

Victoria-Beckham-Vogue-China-May-2016-01-620x815FullSizeRender

 

Skyrtur í öllum litum og gerðum fyrir sumarið. Erum við ekki öll sammála um það?
Þessi hvíta er úr hennar eigin smiðju. Victoria Beckham haust 2016
//

Blouses in all colors this summar. The white one is from VB fall collection.

FullSizeRender_2

 

Victoria Beckham prýðir forsíðu Vogue Kína í maí. Ég er hrifin …
Frú Beckham birti meðfylgjandi myndirnar á Instagram aðgangi sínum þegar hún sagði frá verkefninu. Mér finnst þær vel viðeigandi sem sunnudags innblástur dagsins.

//

I get sunday inspiration from queen Victoria Beckham today. These pictures are from Vogue China and she published them on her Instagram account yesterday when she told us about this shot.

E0g2BhQCHBUIXBkVBA== vb3 vb6 vb5 vb4 vb1

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

BECKHAM BRÆÐINGAR

FASHION WEEKFASHIONISTAFÓLKSMÁFÓLKIÐ

b3

Tískudrottningin Victoria Beckham tekur þátt í tískuvikunni sem nú stendur yfir í New York. Á sunnudag sýndi hún vetrarlínu sína fyrir fullu húsi, á meðal gesta var fjölskylda hennar, sem lætur sig aldrei vanta á fremsta bekk. Það er eins og síðustu ár … fatalínan sjálf verður ekki endilega hápunktur athyglinnar, en lítil Harper Beckham hefur verið dugleg að stela senunni frá mömmu sinni. Hér fyrir neðan sjáið þið hvers vegna.

Sú hefur stækkað (!)

..  Í fyrra: HÉR og hitt í fyrra: HÉR

1

Fjölskyldan mætti í einkennisklæðum – öll til fyrirmyndar.

2
Victoria birti þennan krúttlega miða á Instagram rétt fyrir sýningu.
Captionið var: “I love my babies x.”

tanna 6 5

Anna Wintour ritstýra Vogue virðist eiga fast sæti við hliðiná dúllunni. Brýtur upp svarthvíta þemað.
_

Það er fallegt þegar fjölskyldur sýna stuðning hvort við annað. Beckham´s family er eitthvað svo sérstaklega sæt þegar kemur að því.

Fatalínuna getið þið skoðað: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

AFHVERJU BROSIR ÞÚ ALDREI?

FASHIONFÓLK

Afhverju brosir þú aldrei …
… er ein af 73 spurningum sem blaðamaður Ameriska Vogue fær svar við þegar hann heimsækir hina frægu og frábæru Victoriu Becham til London. Viðtalið er tekið upp í nýrri verslun fatahönnuðarins og fyrrverandi kryddpíu.

Það er eitthvað við hana Victoriu sem heillar mann – hún kann að hafa húmor fyrir sjálfri sér þó svipbrigðin sýni yfirleitt annað. Kynnist henni betur á nokkrum mínútum hér fyrir neðan. Svör sem þið hafið örugglega ekki heyrt frá henni áður. Ég vissi til dæmis ekki að hún byggi við hliðiná Valentino … aldeilis !

Pressið á P L A Y:

Svona hraðaspurningar eru svo skemmtilegar og verða einhvernveginn persónulegri en venjuleg viðtöl. Frábær vinkill hjá Vogue. HÉR getið þið horft á sambærilegt viðtal við Söruh Jessicu Parker sem ég deildi með ykkur snemma á síðasta ári.

xx,-EG-.

 Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Victoria Beckham SS15

Er ekki viðeigandi að sitja inni á skrifstofu – horfa útum gluggann á þetta ógeðslega veður, haldandi á rjúkandi heitum kaffibolla og skoða sumartísku næsta árs? Mér finnst það ;)

Þó ég hafi aldrei náð að fara jafn vel yfir sýningarnar eins og ég gerði hérna áður fyr þá finnst mér fátt jafn skemmtilegra og þegar ég hef tíma til að pæla í sýningunum og klæðunum. Ein af mínum uppáhalds Victoria Beckham sýndi á NYFW í gær. Ég heillast alltaf af kvenlega stíl Victoriu sem mér finnst alltaf tímalaus og elegant. Þið sjáið alltaf stíl Victoriu í sýningunum hennar án þess þó að flíkurnar séu alltaf eins ár eftir ár og þær eru alltaf hennar en ekki eins og einhvers annars.

Fyrir næsta sumar er Victoria í mjúkum litum og léttum flíkum. Náttfatasniðið sem var mjög áberandi síðasta sumar laumast hér inní línuna og mjúk blómaprint sem minna helst á eitthvað frá 8. áratug síðustu aldar blandast saman við einfaldari liti. Ég er persónulega alveg sjúk í dimmrauða litinn – þessi sandlitur hentar mér engan vegin en ég er samt skotin í honum… Támjóu, lágbotna ökklastígvélin finnst mér svo æpa nafn mitt og ég myndi glöð bæta við pari í safnið :)

Detailarnir í flíkunum heilla mest – beltið í mittinu, army fílingurinn á tölunum og vösunum – hér sjáið þið mín uppáhalds lúkk úr sýningunni.

AA2X0009 AA2X0043 AA2X0060 AA2X0090 AA2X0167 AA2X0214 AA2X0250 AA2X0265 AA2X0320 AA2X0359 AA2X0396 AA2X0418 AA2X0464 AA2X0473 AA2X0492 AA2X0536 AA2X0563

Ljósmyndari: Gianni Pucci / Indigitalimages.com

Konan er auðvitað bara snillingur – hún var alltof lengi að reyna við þennan söngbransa – hefði átt að snúa sér að tískunni fyrir löngu. En Victoria er ein af mínum allra uppáhalds í þessum bransa – þvílíkur snillingur!

EH

Victoria Beckham FYRIR VOGUE

Victoria-Beckham-Vogue-UK-August-2014-01

Victoria-Beckham-Vogue-UK-August-2014-02

Victoria Becham prýðir forsíðu breska Vogue í ágúst. Hlutverk frú Becham á myndunum er óraunverulegt miðað við það sem við þekkjum af henni, glansdrottningunni sjálfri.
Tvær forsíður fara í sölu og klæðist Victoria Prada á þeirri fyrri og Chanel á seinni.

Lúkkin að neðan eru til fyrirmyndar en mér finnst stíliseringin sérstaklega viðeigandi fyrir veðrið sem júlí hefur boðið okkur á klakanum uppá. Við ættum því að getað náð okkur í ágætis innblástur fyrir næstu gráu daga.

victoria-beckham-by-patrick-demarchelier-for-vogue-uk-august-2014-11victoria-beckham-by-patrick-demarchelier-for-vogue-uk-august-2014-5 victoria-beckham-by-patrick-demarchelier-for-vogue-uk-august-2014-7 victoria-beckham-by-patrick-demarchelier-for-vogue-uk-august-2014-10

 

Fabjúlös að mínu mati.

xx,-EG-.

HAPPY B DAY MISS BECKHAM

FASHIONISTAFÓLK

article-2607106-1D2B68BF00000578-68_634x513 article-2607106-1D2B68C700000578-941_634x475

Victoria Beckham er afmælisbarn dagsins – fyrrverandi Posh Space og núverandi fatahönnuður og frú.
Hún eyddi afmælisdeginum með eiginmanni og börnum á lúxus hóteli nálægt Grand Canyon í Utah en því komst ég að á hennar persónulega samskiptamiðli.

Fjögurra barna móðir, fertug og fabulous. Djísös (!)

v4 v2 v3 v1 v5 v10 v6 v7 v8 v9bvvh article-0-1D0F06BA00000578-495_634x924 article-0-1723B3AA000005DC-267_634x523

Þrátt fyrir að hún hafi átt mörg skemmtileg tískutímabil þá dempaði hún sig niður er hún ákvað að tileinka sér fatahönnunina fram yfir sönginn.
Hún er frekar mikið óaðfinnanleg í klæðaburði hér að ofan … fashionista og dugnaðarforkur. 

HAPPY B DAY!

xx,-EG-.

 

 

LANGAR: VB SUIT KJÓLL

LANGARSHOP

article-2420412-1BB8231A000005DC-760_306x423  Victoria+Beckham+Dresses+Skirts+Day+Dress+6dZTy2TSbeux

Ég hef haft augastað á kjól úr sumarlínu Viktoriu Beckham í dálítinn tíma. Ég er svo hrifin af lausa peplum sniðinu  – það lúkkar.
Það er líklegt að ég hafi tekið betur eftir honum þegar hönnuðurinn sjálfur klæddist honum og seldi mér hann enn frekar.

Ég ákvað að deila með ykkur lönguninni þegar ég rakst á SUIT kjól í heimsókn minni í verslunina á Skólavörðustíg. Álíkur að mörgu leiti og meira að segja í rétta litnum.

Hvað finnst ykkur?

DSCF2760 DSCF2761 DSCF2762
Þennan væri hægt að klæða upp og niður …

Langar.

xx,-EG-.

Innblástur: Cut Crease

AuguÉg Mæli MeðFashionInnblásturLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Cut Crease er tegund af augnförðun þar sem skyggingin er mjög skörp og í globuslínunni. Þessi tegund augnförðunar hefur líklega aldrei verið vinsælli en nú og mega bananaskygginar og smoky farðanir því fara að vara sig. Þegar Cut Crease skyggingin er gerð er skyggingin í globuslínunni mjög skörp og til að ýkja það eru ljósari litir hafðir yfir miðju augnlokinu.

Ég fékk í hendurnar í gær augnskugga úr væntanlegri línu frá MAC Fantasy of Flowers og ég er búin að vera að leita að smá innblæstri um hvernig augnförðun mig langar að gera með henni til að sýna ykkur. Ég er eiginlega komin á það að það verði Cut Crease förðun en ég rakst á þessa sjúklega flottu mynd af Victoriu Beckham (þema dagsins á blogginu) þar sem hún var með þessa tegund augnförðunar.

victoria-david-beckham-for-vogue-paris-decemb-L-H7WZKo

Förðunin sem Victoria er með er nú frekar náttúruleg svona miðað við hvernig Cut Crease farðanir eru mest áberandi núna en ég safnaði líka saman nokkrum ýktari förðunum til að sýna ykkur…
1674d5c5822bed8b50346ac67e0acd30 3b4e4b22684da8d4958a77b3c45e3f90 a808b7e60e26dd2e1764d21ddd301967 6d4ebe19784d7ca9acbd73c88c4b0278 f7d36bc31c396f2c737675aca912d654 d3f2f91bdc685f3a2cacd062344a60ad 782ac2c4f44cfd425c61c3b2d31691f7 99ef1b7b23af336e2b4ffd09777fb2adÉg veit nú ekki hversu ýkt förðunin mín verður en alla vega þá eru augnskuggarnir Mineral kyns svo þá má bleyta þá og þar af leiðandi verða litirnir sterkari og þéttari. Mín verður líklega aðeins vægari en þær sem þið sjáið hér fyrir ofan en ef þið eruð hrifnar af þessu þá er kannski bara málið að ég skelli í 1 stk sýnikennslu fyrir svona ýktari týpuna :)

Ég fann samt skemmtilega teikningu sem sýnir einfalda aðferð til að ná þessu lúkki – það sem er þó klárlega ómissandi í þessu dæmi eru gerviaugnhár – það sjáum við vel. Textinn á myndinni er reyndar á spænsku en myndirnar sýna þetta nokkuð vel :)31af833d4a850bde156fb0330b465309Eigið yndislega helgi kæru lesendur – hvet ykkur til að skella í Cut Crease förðun um helgina!

EH