fbpx

BACK TO SCHOOL OUTFIT

OUTFIT

Þá er mitt þriðja og síðasta ár í háskólanum hér úti í Milan gengið í garð. Ég tók að vísu fyrsta árið mitt í London en einhvern veginn líður mér eins og ég hafi alltaf verið hér, að stunda nám við Istituto Marangoni í þessari fallegu borg.
Ítalinn er ekki þekktur fyrir að stressa sig og kemur það því fáum á óvart að ég hafi byrjað í tímum í skólanum í seinustu viku, fyrstu vikuna í október! Persónulega finnst mér það alltof seint og ég var meira en tilbúin til þess að byrja loksins aftur.

Þar sem að ég er að læra í tískuháskóla þá líður mér stundum eins og ég sé stödd á tískusýningu. Það er algjör óþarfi að kíkja í búðir þar sem að allt það nýjasta er hægt að sjá á skólagöngunum .. mjög fyndið og á köflum einfaldlega sjokkerandi! Ég ákvað samt frá byrjun skólagöngu minnar að halda í mitt auðkenni og vera alltaf ég sjálf, bæði þegar kemur að tísku og framkomu. Því finnst mér tilvalið að deila með ykkur því sem ég klæddist í dag en það er mjög ‘Önnu-legt’. Ég á ansi gott safn af fallegum blazerum en mér finnst að hinn fullkomni blazer ætti hvað mest að eiga heima í öllum fataskápum, hjá bæði konum og körlum. Þá er hægt að nota við allt og dressa upp og niður, við öll tilefni – hin fullkomna flík kannski?
Blazer : Zara
Bolur : Victoria Beckham
Buxur : & Other Stories
Skór : Dr Martens
Belti : Zara

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

CITRON // JACQUEMUS X KASPIA

Skrifa Innlegg