Ég pantaði mér þessa derhúfu af Farfetch fyrir einhverju síðan og hún hefur aldeilis verið viðeigandi fylgihlutur að skella á höfuðið á mér í þeim gír sem ég er þessa dagana. Mér líður smá eins og ég sé föst í mánudegi – tengir einhver við slíkt? Þurfi marga kaffibolla, nenni ekki að gera mig til og vill helst fá að vera löt í friði. Þetta er mjög ólíkt mér og því kann ég ekki endilega vel við stöðuna en ég hef að vísu lært það að þá borgar sig bara að leyfa sér að vera þarna, því á morgun kemur nýr dagur og þá vakna ég vonandi bara á föstudegi haha.
Ég gerði mitt besta við að hrista af mér letina, heimsótti blómabúð í miðri viku til að fegra heimilið mitt afþvíbara. Næst á dagskrá er göngutúr í sund því það hefur löngu sýnt sig að hreyfing (öll hreyfing – stundum er göngutúr bara nóg) er svo sannarlega góð fyrir líkama og sál. Hefur verið geðlyfið mitt síðustu árin og ég hlakka mikið til að ná að stunda hana meira reglulega og af aðeins meiri krafti eftir að lítil snúlla hefur fært mér líkamann minn aftur í haust.
Æ fallega verslun – 4 árstíðir
Viðeigandi kápa í blómakaup dagsins – gömul frá Notes Du Nord
Orka til allra sem eru að eiga “mánudag” í dag.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg