fbpx

ÍSLENSK ORKA OG HREYFING, ER EITTHVAÐ BETRA?

DRESSÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

Þessi meðganga hefur tekið meira á en síðustu tvær. Ég hef þurft að hlusta á líkamann og stoppa þá hreyfingu sem ég hef verið vön að sinna. Hreyfing er geðlyfið mitt og það var erfitt fyrir mig að sætta mig við það að mega ekki stunda hana eins og ég er vön en ég tók þann pólinn í hæðina að vera jákvæð og minni mig reglulega á að þetta er tímabil sem varir í stutta stund og ég verð örugglega komin á fulla ferð í mínu áður en langt um líður. Dúllan í maganum fær að stjórna ferðinni aðeins lengur fyrst.

Að því sögðu …. þá labbaði ég á Úlfarsfell í vikunni og það var gerlegt, ferlega grátt en alveg GEGGJAÐ! Er eitthvað betra en íslensk útivera? Ólýsanleg orka og súrefni sem ég elska að anda að mér. Hamingjusamari konu hefðuð þið ekki getað hitt þetta kvöldið.

Ég veit að spáin fyrir Verslunarmannahelgina er ekki góð en mikið vona ég að þið njótið vel í útiálandiorku.

Nýtt cropped snið af BYL frá 66°Norður er líka næs þó að bumban sé út … Fæst: HÉR

Góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

BABYMOON - ÖÐRUVÍSI ALICANTE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    28. July 2022

    LoveLove