fbpx

SUNDAYS ..

LÍFIÐ

Sundays .. og þessi gjöf beið mín í dyragættinni.

Færslan er unnin í samstarfi við Good Good brand

Loksins kom rigning hér í danska landinu eftir blíðviðris byrjun á apríl mánuði. Það var því tilvalið að skella í morgunhlaðborð eins og við erum vön að gera á þessum uppáhalds degi vikunnar hjá undiritaðri. Oft er það ekki nema bananalummur og góður bolli (í fleirtölu). Í dag sátum við enn lengur við borðið og lékum okkur að íslensku Good Good vörunum sem öll fjölskyldan kann svo vel að meta og hefur borið á borðin í nokkur ár. Eru einhverjar mömmur sem tengja við það að eiga litla sælgætisgrísi? Mér líður alltaf smá betur þegar þau fá sér steviu súkkulaðið í stað Nutella, eða Sweet Jam frá sama merki í stað sykraðrar sultu.

Það var áhugavert að lesa grein í Morgunblaðinu í gær sem sýndi sultuna í toppbaráttu vin­sældal­ista yfir mest seldu sult­urn­ar hjá banda­rísku vef­risanum Amazon – ég sil það vel enda mjög bragðgóðar … Áfram Ísland!

Útsýnið:

Ég gæddi mér á:

– Bananalummum (uppskrift HÉR) með Chocho hazel stevia og berjum.
– Croissant með osti og sultu – jarðaberjasultan er mitt uppáhald.
– Hreint jógúrt með stevia kókos dropum og granola.

… og að sjálfsögðu nokkra Sjöstrand gæðakaffibolla með. Þar sem það er sunnudagur þá flóuðum við mjólk út í kaffið. Einhverjum finnst gott að setja sætu dropana frá GoodGood út í bollann en ég er ekki fyrir slíkt afþví að ég elska kaffibragðið og vil ekki fórna því.

Skór: H&M Studio, Skyrta: WoodWood af Gunna

Ég er alls enginn bakari og geri oftast sömu einföldu uppskirftirnar aftur og aftur. Alba, dóttir mín, er samt betri en ég í bakstri og þegar það stendur ´sykur´ í uppskriftinni þá bið ég hana að nota “Sweet like sugar” í staðinn – og það virkar alltaf rosa vel!

Morgunstund gefur gull í mund
.. það er bara fullt til í því!

Áhugasamir geta séð meira á Instagram Story hjá mér: HÉR

xx,-EG-.

GLEÐILEGT SUMAR

Skrifa Innlegg