GLEÐILEGT SUMAR

LÍFIÐ

Gleðilegt sumar kæru lesendur nær og fjær. Það er ótrúlegt að það sé komið annað sumar (!) – hitt var að klárast. Þessi vetur flaug áfram á þessum bænum.

Mikið sem það gleður mig að sjá þessa gulu svona fallega á lofti á Íslandinu góða á þessum fyrsta sumardegi sem hefur svo oft verið grár. Það er venjulegur dagur í danska og ég er búin að sitja lengi við vinnu þegar þessi póstur er skrifaður. Ég ætla samt að sækja börnin snemma og njóta í anda íslensku hefðarinnar, engin spurning!

Takk fyrir að vera svona trygg við Trendnet í vetur – það hefur verið svo mikið stuð að fá að njóta hans með ykkur.

Elísabet Gunnars í hamingjukasti gjörið yður svo vel ;)

Spöng: Lindex, Hálsmen: AndreA, Hlýrabolur: gamall vintage, Sólgleraugu: WERA Stockholm/frá Ahléns (keypt í síðustu viku – nokkrar að spyrja mig á Instagram)

Myndir: Tinna Mark

Já og eitt enn. When in Ribe (elsta bæ Danmerkur) þá mæli ég með krúttlegasta kaffihúsinu í bænum, Quedens Gaard.

HAPPY summer.

xx,-EG-.

VORIÐ Í WOLFORD

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    28. April 2019

    Gleðilegt sumar <3