Góðan daginn frá Gili Air <3 þetta hefur verið útsýnið með morgunmatnum síðustu daga.
Ég var svo óheppin að gleyma hleðslutækinu af tölvunni á hótelinu sem við gistum á í UBUD. Eða heppin? Einhverjir hafa verið að gera grín að mér að það væri bara gott á mig – nú þyrfti ég að taka smá pásu frá Trendnet. En hver gerir það! Ég vil alltaf vera virk á blogginu og aldrei taka pásur þó ég bloggi vissulega minna þegar ég er í fríi. Ég dó ekki ráðalaus og blikkaði ástralska stelpu sem ég spottaði með Apple tölvu á litlu kaffihúsi í gær. Heppnin var með mér því hún var öll að vilja gerð að vilja lána mér hleðslutækið sitt. Hér sit ég því með 96% batterí og skrifa þennan bloggpóst og svara e-mailum sem hafa hlaðist upp. Það er reyndar mjög lélegt net hérna á Gili eyjum en það virkar, með þolinmæði, að pósta smá kveðju.
Elska þetta dress frá Samsoe Samsoe sem Gunni keypti sér fyrr í sumar. Gleraugun eru frá Han / Húrra Reykjavik.
Við höfum það reyndar það gott á Gili Air að við ákváðum að franlengja dvölina hér um tvær nætur og vera frekar styttri stund á næsta stað. Gili Air er mesti draumur sem ég hef heimsótt – þetta er 100% réttur staður að velja sér ef maður þarf að fylla á tankinn. Hér kemst maður ekki upp með annað en afslöppun.
//
Hello from Gili Air. The island is a dream – the most relaxed environment I have been to. No cars, bad internet, no TV and almost no party. So I really recommend this place to recharge you batteries. We decided to prolong our stay here by 2 nights because we love it and will therefore stay shorter in Sanur instead.
Fylgist betur með mér HÉR á Instagram.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg