Danska pressan var boðuð í heimsókn til 66°Norður í Kaupmannahöfn í gær þar sem farið var yfir hvað koma skal í haust. Í boðinu mátti sjá þekkt andlit danskra bloggara, ritstjóra og stílista sem virtu fyrir sér nýjungar ásamt því að spjalla um það sem vel hefur verið gert hingað til. Það er svo frábært að sjá þær vinsældir og hversu hratt íslenska merkið hefur náð festu á dönskum markaði á stuttum tíma. Þær vinsældirnar virðast snúa að tísku frekar en útivist og má sjá flíkur frá merkinu nokkuð áberandi í götutísku dönsku höfuðborgarinnar. Ég kom betur inná það HÉR um daginn.
Ég er komin með tvær flíkur efst á minn óskalista – þessa dásemdar dúnúlpu sem ég vil eiga heima næsta vetur og þennan “vinnumanna” samfesting sem ég myndi klæða upp og niður eftir tilefnum. Seinni flíkin er nú þegar til í verslunum fyrir áhugasama, en það virðast fleiri en ég vera hrifnir af flíkinni miðað við þau viðbrögð sem ég fékk á Instagram í gær. Eru þið að fylgja Trendnet á Instagram (@trendnetis)? Story verður meira virkt næstu vikurnar svo ég mæli með því að fylgjast þar með.
//
I had a short visit to Copenhagen yesterday. The Icelandic brand 66°north had a press brunch to present the collection for the fall. It is impressing how fast the brand has grown on the danish market in short time. It seems to be more of a fashion brand there and fits well in the trend today with technical outerwear clothing.
I already have some items on my wishlist …
Við vorum svo heppin hvað við vorum tímanlega á staðinn, fengum flíkurnar útaf fyrir okkur til að njóta þangað til húsið fylltist þegar við gengum út. Helgi Ómars mun koma nánar inná nýja liti í vinsælum sniðum mjög bráðlega á sínu bloggi.
Takk fyrir mig að þessu sinni 66°Norður.
Áfram Ísland!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg