Hæ héðan .. frá rómantísku sænsku kaffihúsi.
Elska þessi smáatriði á erminni – þið líka?
Dagsins dress á vel við. Í dag kemur ný fatalína Eddu Gunnlaugs í samstarfi við Moss Reykjavík í verslanir Gallerí 17 – ég er svo heppin að hafa nælt mér í flíkur.
Eins og þið vitið flest þá vann ég sambærilegt samstarf fyrir rúmu ári síðan þegar Moss by Elísabet Gunnars fór í sölu við góðar undirtektir. Mín lína var frábrugðin að því leitinu til að ég hannaði einungis einfaldar “musthave” flíkur enda ekki lærður fatahönnuður og valdi því fara þá leiðina. Það heppnaðist með eindæmum vel og nú er það Edda sem tekur við keflinu.
Edda er eldklár og ný útskrifuð frá London College of Fashion. Hún vann lokaverkefnið sitt á sama tíma og þessi lína var unnin og hafa verkefnin tvö eflaust passað vel saman. Munstuðu efnin í línunni eru hönnuð af henni og það eru smáatriðin sem heilla mig sérstaklega. Til dæmis á þessari fínu dragt sem er svo Elísabetarleg (!)
Jakki: Edda x Moss
Buxur: Edda x Moss
Tshirt: Moss by Elísabet Gunnars
Þessi item verður hægt að nota sitt hvoru lagi og saman og ekkert mál að dressa upp og niður. Takk fyrir mig.
Til hamingju Edda og Gallerí 17 með vel heppnað samstarf sem fer í sölu með prompi og prakt klukkan 17:00 í Gallerí 17 í Kringlu! Meira: HÉR
//
Me wearing the new collaboration Edda x Moss. You can find the items in Galleri17 in Iceland later today.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg