Eins og ég nefndi hér, þá heilla gallajakkar fyrir sumarið. Ég dró sjálf upp Levis vintage jakkann úr geymslunni – oversized og ágætur. Þrátt fyrir að eiga þennan fína Levis jakka langaði mig líka aðsniðinn og hann fann ég fyrir tilviljun í verslun VILA um nýliðna helgi. Ég tók minn sérstaklega þröngan því mig langar að nota hann innan undir aðrar yfirhafnir – það lúkkar og ég skal sýna ykkur það fljótlega.
Hér að neðan eru fleiri myndir sem gefa okkur innblástur fyrir þetta ágæta trend sem við getum allar tekið þátt í.
Ég sé eftir gömlum og góðum frá H&M sem ég notaði í mörg ár – hann var aðsniðinn í fallegum þvotti. Sá fór þó úr mínum höndum á fatasölu fyrir einhverju síðan – verði þér því að góðu þú sem nýtur hans í dag ;) þú sleppur við að kaupa nýjan fyrir þetta sumarið.
Þið hinar sem eruð að leita getið farið sömu leið og ég og skoðað þennan að ofan. Bíðið þó með það þangað til á morgun (föstudaginn 10.apríl) þegar ALLUR ÁGÓÐI sem kemur inn í búðakassa Bestseller (Vila er þar undir) fer til góðgerðarmála. Virkilega falllegt! Sjá nánar: HÉR.
Denim sumarið mikla er senn að hefjast … vitiði til!
Það er svo gaman hvað tískan fer hratt í hringi.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg