fbpx

TOLEDO á mínum vörum

BEAUTYLÍFIÐ

 Hæ, héðan.

11131950_10152839594117568_2055872582_n

Ég hljóp hratt útúr húsi með uppsett hárið og ekkert makeup þennan daginn. Ég er oft í þeim gírnum snemma morguns, þið þekkið það örugglega fleiri? Þegar líða tók á daginn langaði mig að fríska smá uppá mig og það gerði ég með rauðum vörum – það var ekkert annað í boði ofan í veskinu í þetta skiptið. Varaliturinn er úr sérstakri vorlínu hjá MAC sem ég fjárfesti í rétt fyrir brottför af klakanum í síðasta mánuði.
11134297_10152839612642568_61110667_nÞað er hálf fyndið að segja frá því að ég féll fyrir umbúðunum áður en ég skoðaði litina sem í boði voru. Þetta er ástæðan –
Svo einstaklega fallegar ekki rétt?

1

BARBEQUE –  vivid orange red (matte)

Þessi matti rauði litur er einn af nokkrum sem í boði eru. Það hjálpaði mér heldur betur í dag að eiga hann innan handar.

Toledo á mínum vörum þessa dagana ..
Skemmtilegt collection sem kallar á mann!

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    8. April 2015

    Flottur litur en vó HVAR grófstu upp þennan bol;) Mörg ár síðan ég sá Fila!

  2. Elísabet Gunnars

    9. April 2015

    Ég vissi eiginlega að ég fengi þetta komment. En bolurinn er reyndar ný kaup þó ég hafi átt sambærilegan fyrir mörgum árum síðan :) Allt fer í hringi