fbpx

YKKAR SPURNINGUM SVARAÐ ..

PERSONALSPURT OG SVARAÐ

Fleiri spurningar frá AskMe – Áfram gakk!

 

1. Hvernig varðstu það sem þú vinnur við nú í dag? Fórstu í skóla og þessháttar?

Ég hef ekki farið í ljósmyndaskóla – hef unnið mjög hart að því að æfa mig og vinna í kringum allt það sem ég hef áhuga á, og já, hér er ég. Nóg eftir .. fullt af erfiðu og skemmtilegu og lærdómsríku eftir!

2. Hver er uppáhalds Kardashian?

Skemmtileg spurning! Á ansi vel við mig, haha. Ég verð að segja Khloe, hún er mín uppáhalds.

3. Hvað er besta Íslenska bloggsíðan fyrir utan Trendnet?

Ég er að fýla Sindra á Herratrend, hann er mjög skemmtilegur penni og skrifar um hluti sem hann fýlar og hluti sem skipta hann máli. Það þykir mér snilld og áhugavert. Go Sindri, bloggaðu einu sinni á dag. Svo Guðrún Veiga náttúrulega snilld eins og ávallt.

4. Stofna YouTube Channel?

Ég held að ég sé alltof sjálfskritískur í svoleiðis – aldrei að segja aldrei!

5. Ætlaru alltaf að blogga?

Góð spurning, en ég hef því miður lítil svör, því ég veit það ekki sjálfur. Ég hef nokkrum sinnum spurt sjálfan mig hvort það sé komið nóg. En við sjáum til! Þetta er komið í ágætis vana, svo þetta er mér engin kvöð, svo lengi sem fólk er að lesa, þá kvarta ég allavega ekki :-)

6. Must að gera í NY?

Ég hef tvisvar farið til New York, eitt skiptið var frekar blörrí og hitt var vinnuferð. Það sem stóð uppúr hjá mér var Central Park, og Highline. Mér fannst stórmagnað að fara á Ground Zero og svo labba meðfram sjónum. Ég mæli endalaust með því. Æ ég veit það ekki, New York var sem best þegar maður var ekki að plana of mikið. Allt sem varð eftirminnilegt var það sem var ekki planað. Bara labba um og be surprised.

7. Hver eru uppáhalds fatamerkin þín?

Ég mundi segja Nike, ZARA, Acne Studios, WHYRED, Adidas og Wonhundred séu svona efst á listanum, á mikið af 66°Norður, elska það líka. Geng mest í þeim – annars á ég fullt af öðrum uppáhaldsmerkjum á dýrari kantinum, ég á bara ekki pening til að kaupa þau. Øv øv! Það væru þá merki eins og Saint Laurent, Hood by Air, Rick Owens, Alexander Wang, Comme Des Garcons svo eitthvað sé nefnt.

8. Hverjum tengistu mest á Trendnet?/Eru allir á Trendnet góðir vinir? hef heyrt misjafnar sögur.

Samskiptin okkar eru allra eru rosalega góð og við erum öll góðir vinir, við reynum að hittast eins oft og við getum og alltaf brjálaðslega gott að hittast. Við erum líka alltaf mikil hjálparhönd fyrir hvert annað, held að hver einasti bloggari á Trendnet (upprunalegu 7 – 9) hafi hjálpað mér eða leiðbeint að einhverju leyti til hins betra.  Svo við getum blásið á sögurnar sem heyrast útí bæ, hef sjálfur heyrt mikið af hlutum um mig og okkur svo er algjör þvæla :-)

9 10

9. Finnst þér þú vera frægur á Íslandi?

Nei alls ekki – og finnst hugtakið að vera frægur á Íslandi mjög fyndið. Ég er mjög glær þegar kemur að öllu svona :-)

10. Staðgöngumóðir eða ættleiðing?/Viltu eiga einhver börn, ef svo er hvað mörg?

Mig langar rosalega í börn og að hugsa útí hversskonar ferli hægt væri að fara úti þegar kemur að barneignum er bara frekar erfitt. Ég held að hvernig svosem mér býðst að eignast barn, þá tek ég því. Enda alls ekki sjálfgefið sem samkynhneigður einstaklingur. Ættleiðing hljómar vel og staðgöngumóðir eða eignast barn með konu hljómar allt vel! Ég væri til í 2 – 3 börn :-)

11. Hvað saknaru mest við Ísland?

Ég sakna hvað fólk og samfélagið er líbó. Ég veit nákvæmlega hvað ég er að fara gera í hvert skipti sem ég vakna hér í Danmörku, enda ekki hægt (ókei það er hægt en erfitt) að vera spontant í kringum Dani og almennt í Kaupmannahöfn. Á Íslandi meira og minna vaknaði ég og svo bara gerðust dagarnir. Sakna þess rosalega. Allir mínir nánustu vinir eru á Íslandi og sakna þeirra auðvitað gríðarlega. Sakna líka að mér finnst almennt Íslendingar vera mikið með fæturna á jörðinni, á meðan það rignir mikið uppí nefið á Dönum.

12. Hvað er svona best við Seyðisfjörð?

Það er alveg hiklaust andrúmsloftið og orkan sem þessi dásamlegi bær hefur að geyma! Auðvitað allir vinirnir og fólkið. Þetta er algjör náttúru paradís og fólkið er stórkostlegt og æ, ég get eiginlega ekki alveg útskýrt það. Þetta er bara alveg stórkostlegur staður.

13. Nenniru að setja inn gamla mynd af þér. Man fyrst eftir þér þegar þu varst strákur á Seyðisfirði og líf þitt snérist um ljósmyndun.

Já! Jæja, jú, ætli ég geti ekki gert það! Ölítið fyndið og vandræðalegt – hérna;

 

14. Er kærastinn þinn danskur?

Já – mjög danskur!

15. Best að borða?

Ég elska Thailenskan mat, held að það sé svona efst á listanum. Karrý, og allt sem er löðrandi í ostrusósu, chilli, engifer, basilíkku, allt svoleiðis, mums mums. Ég elska líka sushi alveg ótrúlega mikið. Annars þarf ég bara brjálaðslega mikið bragð í öllu sem ég treð í trantinn á mér. Það er kannski líka viðeigandi að Sour Cream and Onion snakk frá Kim’s er líka örugglega uppáhalds maturinn minn – því miður, þvíííí miður. Ég leyfi mér svoleiðis 2 – 3 í mánuði, en þá hakka ég snakkpokann í mig þangað til að ég þarf að gubba.

Þið megið endilega endurnýja spurningalistann – HÉR

SMÁ THROWBACK - PÁSKAR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    24. May 2015

    Elska þessar spurningafærslur:) Og vá hvað þetta var gott kvöld, ég vil annað svona:)
    x Svana