fbpx

VIÐTAL – NÝ SNILLD Á ÍSLANDI: NOMO.IS

VIÐTAL

nomo

Ég sat á Facebook að spjalla við vinkonu sem er varla frásögufærandi nema hún sagði mér frá að það væri að koma einhversskonar ASOS á Ísland, það væri jú algjör snilld en pældi ekkert mikið í því þegar ég sá svo þessa síðu sjálfur rétt eftir að hún opnaði.

Ég varð bilaðslega forvitinn og fann svo aðilann sem stendur á baki við snilldina. En það er Kjartan Þórisson, 18 ára frumkvöðull sem fékk hugmynd, stóð við hana og framkvæmdi. Frá mér endalaust respect!

Síðan heitir NOMO.IS og á henni eru vörur frá ýmsum búðum og merkjum, Suzie Q, Inklaw Clothing (nýjasta æðið mitt á Íslandi), Noland, Dusted og margar fleiri fleiri fleiri.

Mér finnst þetta algjör snilld og fór að spjalla við Kjartan og forvitnast og ákvað að kasta á hann viðtali og deila öllum þessum spurningum mínum með ykkur;

nomokjartan

Nafn:

Kjartan, sonur Þóris.

Aldur:

18 ára.

Hvaðan ertu?

Ég er fæddur og uppalinn í Vesturbænum en bý núna hjá pabba mínum í Vatnsenda.

Hvaðan kom hugmyndin?

Ég, Viktor og Nonni sátum allir í sitthvorum grjónapúðanum í sjónvarpsherberginu heima. Þetta var ágústmánuður á seinasta ári og við vorum dottnir í spjall um föt og fatamarkaði. Við höfðum allir nýlega keypt föt á netinu og veltum því fyrir okkur afhverju íslenskur fatamarkaður væri svona langt eftir á þegar kemur að netverslun og öðrum hlutum sem taldir eru sjálfsagðir úti.

Við köstuðum þessari spurningu á verslunareiganda sem við þekktum og hann sagði okkur frá staðreyndinni sem kveikti hugmynina: Ein stök íslensk verslun getur ekki mögulega boðið upp á nógu mikið úrval til þess að reka spennandi netverslun.

Hver voru fyrstu skref undirbúningsins?

Tússtaflan. Við komum okkur fyrir í bílskúrnum hjá pabba og byrjuðum að henda hugmyndum og áskorunum upp á töflu. Eitt leiddi að öðru og við litum ekki til baka fyrr en við vorum með fullkláraða vefsíðu í höndunum og yfir 500 vörunúmer í litla stúdíó-inu okkar.

nomo25

Hvernig hafa viðbrögðin verið?

Fólk á öllum aldri hefur tekið virkilega vel í þá þjónustu sem við veitum. Manneskja á 21stu öldinni hefur sífellt minni tíma til þess að fara í Kringluna og opnunartímar eru vesen. Þessvegna finnst því virkilega þægilegt að geta opnað tölvuna á föstudagskvöldi þegar allar verslanir eru lokaðar og dagdreymt um öll flottu fötin sem finnast á Íslandi.

Akkúratt núna er bara mikilvægt fyrir okkur að auka vöruúrvalið og passa upp á það að hafa bara flottustu fötin á Íslandi inni á síðunni því það er það eina sem við viljum.

Hver eru framtíðarplönin?

Það er alltaf erfitt að spá fyrir um framtíðina en hver veit nema að við fáum kannski einhverja unga og efnilega hönnuði til þess að hanna föt fyrir okkar eigin NOMO fatalínu.
Síðan viljum við bara fá sem flestar verslanir til þess að vera hjá okkur því við vitum hversu mikið auglýsingagildi er í því fyrir verslun að geta verið með 4 hágæða myndir af öllum fötunum sínum þar sem allir geta skoðað þær: á netinu.

Við viljum bara gera fólk hamingjusamt og við vitum að það er fátt sem gleður fólk meira en að fá Cage Boots og nýja úlpu sent heim bara til þess að geta skartað því daginn eftir. Við viljum bara hjálpa til með það.

nomo6 nomo3 nomo2 nomo1

 

Dáist sjúklega af svona do-ers og tek þá mikið til fyrirmyndar sjálfur.

Kæru Íslendingar, góð viðbót á markaðinn, happy shopping!

NOMO.IS 

HELGI FYRIR FIELDS - BAKVIÐ TJÖLDIN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Unnur Lár

    17. February 2014

    Elsku snillingar. NOMO fatalína væri mega næs!