fbpx

HELGI FYRIR FIELDS – BAKVIÐ TJÖLDIN

DANMÖRKPERSONALWORK

Á tískuvikunni hérna í Köben var mér tilkynnt að ég ætti að vera með í auglýsingu fyrir Fields. Ég hugsaði svo ekkert alltof mikið útí það fyrren að ég fékk að vita að þetta væri ákveðið og ég sló ekki hendinni á móti aukapening.

Ég neita að segja að mér hafi fundist þetta skemmtilegt – en hey, aukapeningur er aukapeningur. Svo í mars mánuði verð ég í sjónvarpinu á TV2 gangandi fram og tilbaka og pósandi og kastandi stóru silkiefni uppí loftið á í útsölufötum úr H&M og gerviblóm útum allt með litla títuprjóna stingandi allavega 7 mismunandi staði í líkamanum mínum.

Ég vissi að ég væri kominn í stærra pródúksjon í borg sem keppnin um verkefni eru aðeins meiri og sterkari þegar ég sá make-up artistan garga á aðstoðarkonuna sína þar sem hún skipaði henni fyrir og gerði bloggið hennar inná milli að hún gerði vinnuna fyrir hana og þegar hár aðstoðarkonan gerði greyið allt vittlaust og fékk skammir fyrir það. Hrokin þarna var útum allar áttir – og hélt ég mér frammi á gangi á milli skota.

Eftir daginn gerði ég mér enn betur grein fyrir að hvað svosem ég á eftir að gera í framtíðinni, hver ég á eftir að vinna fyrir, vinna fyrir mig, hjálpa mér, aðstoða, hvern ég á eftir að  taka myndir af eða hvað svosem ég á eftir að gera. Ég mun aldrei koma svona fram, eða bera svona litla virðingu fyrir listamanni í mótun, og almennt koma neikvætt fram við einstakling sem væri mögulega að gera mína vinnu auðveldari.

En jæja, hér eru nokkrar myndir.

______

I recently got a job for a commercial for Fields. I really needed the extra cash!

It certainly wasn’t the most entertaining thing I’ve done.

It was certainly different aswell from what I’m used to in Iceland, taught me many things on how I want to be as an artist and treat the people around me when I’m working. Also found out, I really have no tolerance for arrogance (I thought I had some actually), no matter who you are, or what you do.

f ff fields4

#100HAPPYDAYS & #TRENDHELGI PART 2

Skrifa Innlegg