fbpx

Vangaveltur, spurningar & staðreyndir um Abercombie & Fitch.

Þegar ég flutti til Kaupmannahafnar í september þá byrjaði vinnuleitin mín. Eftir að hafa farið með ferilskrána mína útum allar trissur ákvað ég að kanna sækja um hjá Abercrombie & Fitch. Var ekki spenntur fyrir því, en vinna var vinna og ég þurfti tekjur. 

Það kom mér aðeins á óvart þegar ég fékk þær upplýsingar að þú þurftir ekki að koma með CV eða sýna framá að þú hafir neinskonar reynslu í að vinna í búð eða þannig slíkt. Seinna meir sá ég að það eina sem þú þurftir var að mæta, mæta vel tilhafður og vonandi vera nógu vel útlítandi til að mögulega fá vinnu í fyrirtækinu.

a&f copenMynd frá Abercrombie & Fitch í Kaupmannahöfn.

Í atvinnuviðtalinu áttum við að lýsa okkur sjálfum í 3 orðum, einnig fengum við blað þar sem við áttum skrifa niður hvað okkur dettur í hug þegar við heyrum Abercrombie & Fitch.

Í viðtalinu fékk ég að heyra að fyrirtækið gengi útá “What we see, what we feel, what we smell.
Efnin eru úr gæðaefnum, búðin er eitruð af ilmvatninu og hvað sjáum við? Jú, fallegt fólk, fullkomnun.

Ég fékk vinnuna og hætti eftir fyrstu vakt sem voru 5 tímar. Fannst þetta hræðilegt starfsumhverfi.

a&f in copenhagen

Mér datt í hug að skrifa niður nokkrar staðreyndir um fyrirtækið sem fá mann kannski aðeins til að hugsa.

  • Starfsmennirnir eru rate-aðir útlitslega frá tölunni 1 – 5. Það er útslátturinn um hvort þú átt að standa á gólfinu fyrir framan fólkið, eða settur bakvið þar sem þú brítur saman flíkur, sérð um pantanir og fl.
  • Í fyrirtækinu eru aðilar sem vinna við það að labba um götur t.d. Kaupmannahafnar í leit af fallegu fólki og hvetja það til að koma og vinna í fyrirtækinu.
  • Í staðin fyrir að kalla starfsmenn, sölumenn, söluaðstoðarmenn þá eru þeir kallaðir módel. Afhverju? Jú, því módel eru yfirleitt falleg og ungar stelpur & drengir dreymir mörgum hverjum um að vera módel. Einnig eru starfsmennirnir flokkaðir í módel og hverjir eiga að vinna bakvið.
  • “Módelin” á gólfinu þurfa að uppfylla allar þær kröfur sem A&F setur fyrir. Ermarnar á skyrtunum mega ekki fara niður olnboga, engin úr eru leyfileg, ekkert skegg á karlmönnum, aðeins lítill maskari á stelpurnar, engir hringir (aðeins ef þú ert trúlofaður eða giftur.), og neglur þurfa að vera klipptar svo eitthvað sé nefnt. Einnig þurfa módelin að heilsa hverjum og einum sem labbar um búðina undir 15 sekúndum eftir að maður sér aðilann með setningum eins og “Hey how’s it going?” eða “Hey how are you?”. Þeim er ekki leyfilegt heilsa á (ef við tökum búðina í Kaupmannahöfn til dæmis) dönsku. Einnig þurfa þau sem vinna á bakvið að fylgja sömu reglum, þurfa að líta út á Abercrombie standardi en eru þó ekki nógu velútlítandi til að vinna á gólfinu.
  • Sömu vörurnar eru ávallt seldar í Abercrombie & Fitch. Smáverðar breytingar eru gerðar á fötunum eins og tildæmis að setja saumana á annan stað eða nota öðruvísi rennilása. Hvorki nýjar týpur eða ný “collection” koma á hverju ári.
  • Fyrirtækið fylgir aðferð sem heitir Aspirational Marketing, sem frá mínum lestri fellst mikið í yfirborðskenndum aðferðum.
  • Tónlistin inní búðunum er yfirgnæfandi, og á fólki að líða eins og þau séu stödd inná einkaklúbbi og líða vel með sig, í kringum fallega fólkið sem er brosandi og tekur vel á móti þér á að fá þig til að líða eins og þú sért aðeins betri en þú varst áður en þú labbaðir inn.
  • Abercrombie & Fitch auglýsingir ekki í blöðum eða annarsstaðar, en teknar eru svo kallaðar Abercrombie & Fitch myndir sem einkennist af litlum fatnaði og fullkomnum líkömum.
  • 98% af starfsmönnunum eru hvítir.
  • Stærsta stærð sem hægt er að kaupa Abercrombie & Fitch er 38/Large – fötin eru augljóslega ekki ætluð stærri einstaklingum.

abercrombie-fitch

Ég er í bransa sem ég þarf að photoshoppa módel til að þau þurfa líta betur út. Kannski ekki á öfgakenndan hátt en það er það sem ég geri. Ég lifi í yfirborðskenndum heimi og er ekkert mikið að velta mér uppúr því. En þessar hugsanir í garð Abercrombie hafa verið að vafra um hausinn á mér í langan tíma. Í rauninni finn ég mig stundum ómeðvitað hrista hausinn þegar ég labba framhjá. Mér finnst þetta rangt.

Afhverju dragast stórir hópar að versla þarna?

Er það útaf hugmyndinni sem Abercrombie & Fitch er búin að skapa fyrir ungt fólk?

Er sanngjarnt að borga miklar upphæðir fyrir jogging föt og gallabuxur?

Er almennt að flott að vera í jogging fötum eða fóðruðum hettupeysum?

Þarf ekki að opna augun á sumum varðandi þessa búð?

Eru þetta ekki öfgar?

Afhverju vill fólk versla þarna inni? Er það útaf flíkunum eða allt í kringum búðina?

Það eru allskonar spurningar sem kvikna, þá sérstaklega eftir að lesa mig til um þetta og jú auðvitað upplifað búðina frá tveimur sjónarhornum – starfsmaður & kúnni (hef þó aldrei verslað þarna inni.)

a&f2

a&f4

a&f56

a&f4444Auglýsingar A&F, soft porn? Hvar eru flíkurnar?

Ég er ekki Abercrombie & Fitch aðdáandi, alls ekki. Þykir almennt ekki flott að ganga í Abercrombie & Fitch.

Ég segi; Hættum að taka þátt í svona öfga útlitsdýrkun & heilaþvotti.

Ef þið hafið einhverjar skoðanir eða pælingar, please do share!

Egyptaland part 3

Skrifa Innlegg

26 Skilaboð

  1. Alda

    16. February 2013

    ósmekkleg vinnubrögð hjá þeim finnst mér…

    • Birta

      16. February 2013

      Tjjja mér finnst þetta geggjuð búð, ég fór í þessa búð í Whasington og starfsfólkið mjög kurteist og geggjuð lykt þarna inni og skemmtileg tónlist. Og þetta voru ekki eitthvað perfect starfsfólk.

  2. Rakel

    16. February 2013

    takk fyrir að deila þessum pælingum – mjög áhugavert

  3. Elísabet Gunn

    16. February 2013

    Ég er svo ótrúlega stolt af þér að hafa labbað út af fyrstu vaktinni miðað við lýsingarnar hér að ofan.
    Mér finnst ótrúlegt að það sé í rauninni ekki búið að banna eitthvað af þessum reglum fyrirtækisins. Sorglegt.

  4. Anna Margrét

    16. February 2013

    Svo skiljum við ekki af hverju börnin okkar eru með lamaðar sjálfsmyndir…
    Hvernig væri að skrúfa fyrir svona, fólkið sem verslar þarna eru ekki kjánar, þá á ekki að markaðssetja eins og kúnnarnir séu kjánar. Þetta er kjánalegt og nú er ég með kjánahroll

  5. Kári

    16. February 2013

    Vel gert Helgi!

  6. Þórunn Sif

    17. February 2013

    Ég er búin að heyra svipaða lýsingu á þessari búð hér í Mílanó, vinkona mín sem vann þarna sagði líka að strákarnir þyrftu að taka armbeygjur á gólfinu í versluninni berir að ofan!! Ég skil í rauninni ekki afhverju þetta er ekki ólöglegt..

  7. Þórdís

    17. February 2013

    labbaði inn í svona búð í USA árið 2005…. varð óglatt af yfirgnæfandi lyktinni og tónlistinni. Birtan var líka þannig að ég sá flíkurnar ekki almennilega…. ég labbaði út og hef ekki farið inn í þessa búð aftur, sé ekki eftir því.

  8. Rakel

    17. February 2013

    Þessar fegrunar flokkanir eru náttúrulega fáránlegar en þú finnur samt okur á hverju horni.

  9. Rut R.

    18. February 2013

    ég hef einusinni farið inní svona búð.
    Mér leið ömurlega… mér fannst ég vera ljót feitabolla þarna inni…. :/

  10. Fríður Birna

    18. February 2013

    Takk fyrir að deila þessari reynslu. Það að ekki er krafist starfsreynslu finnst mér í hæsta máta sérstakt.
    Mér finnst þetta áhugavert. Það sem mér persónulega hefur þótt sérstakt við þessa búð er þegar ég sé par á sundfötum fyrir utan, ég held að þau eigi að draga að viðskiptavini. Þetta hef ég séð að mig minnir í verslunum þeirra í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína.

  11. Hildur Ásgeirs

    18. February 2013

    Úff, þetta hljómar hræðilega! Sérstaklega vegna þess að mér finnst ég aldrei hafa séð neitt nema grunnskólastelpur í svona A&F hettupeysum, eins og það sé mjög vinsælt merki hjá svona ungu fólki. Svo eiga þessir beru líkamar auðvitað að laða að viðskiptavini, sérstaklega ungar stúlkur sem slefa yfir svona hunks, en þetta er auðvitað fáránleg herferð og slæmur áhrifavaldur.
    Ég hef aldrei stigið fæti inn í þessa búð, bæði vegna þess að það var ekkert nema myndir af berum mönnum í glugganum og ég stóð í þeirri meiningu að þetta væri búð fyrir svona 12-18 ára krakka. En það er alveg á hreinu að ef ég hefði farið inn og séð það sem þú lýstir þá hefði ég farið beint út aftur, flott hjá þér að taka ekki þátt í þessu!

  12. Sóley

    18. February 2013

    Ég þekki marga einstaklinga sem vinna í Abercrombie & Fitch og samkvæmt þeim er starfsumhverfið frábært, allir mjög vinalegir. Líka heldur mikið af röngum staðreyndum hjá þér sem ég skal leiðrétta:

    1) Eftir að það er búið að finna þessa einstaklinga á götum t.d. Kaupmannahafnar þurfa þau að fara í prufur með hópi af fólki þar sem 2 eða 3 eru valdir til að vinna þar.
    2) Sölumennirnir eru kallaðir módel útaf þau fara reglulega í myndatökur á vegum fyrirtækisins. Eitthvað sem þú kannast kannski ekki við þar sem þú vannst þar í 5 tíma.
    3) Það koma oft nýjar vörur í Abercrombie, hinsvegar eru ýmsar vörur sem einkenna merkið sem þýðir að þau verða að halda áfram að selja þær vörur.

    Til að svara ummælunum að ofan þá er ekkert ólöglegt við þetta og svo lengi sem það er ekkert ólöglegt mega fyrirtæki beita þeim aðferðum sem þau vilja til að auka viðskipti sín. Það er á engann hátt hægt að ‘banna’ þetta bara útaf sumir aðilar eru að svekkja sig á því að passa ekki í fötin. Þeir aðilar geta bara verslað annarsstaðar.

    Þegar einhver annar (Abercrombie) er að græða á “öfga útlitsdýrkun & heilaþvotti” þá finnst þér að það eigi að hætta því, en þegar ÞÉR er borgað fyrir að farða og photoshop-a fólk þá er það allt gott og blessað? Frekar hræsnaralegt af þér að segja þetta, finnst þér ekki?

    • Helgi Ómars

      18. February 2013

      Takk fyrir ummælin.

      Nú ætla ég að svara þér.

      1) Það að þú segir “samt eru bara 3 sem fá vinnuna.” Það breytir því ekki að þau eru með starfsmenn að leita af fólki aðeins í þeim tilgangi til að þau koma inn í hópi og loks greiningu um hvort þau séu nógu falleg til að fá vinnuna? Eða þau sem eru ekki alveg jafn falleg fara þá bara bakvið til að brjóta saman? Get ekki séð hvernig þessi ummæli þín geri þessi skrif mín varðandi þetta eitthvað betri.

      2) Það þarf ekki gáfaða manneskju til að átta sig á því að starfsmennirnir eru ekki ráðnir í þessa vinnu til að fara í myndatöku. Geturu sagt mér hversu mörg prósent af starfsmönnunum sem eru með starfsheitið “módel” fara í myndatöku? Þau eru ráðin inná vinnustaðin til að aðstoða fólk með að fjárfesta í fötum, ekki til að fara í myndatöku. Þegar þau sem eru valin fara í myndatöku þykir mér ekkert að því að kalla þau módel en það er ansi lá prósenta af þeim starfsmönnum sem vinna víðsvegar um heiminn, svo lítil að það er varla prósenta. En þau sem standa á gólfinu á ekki að kalla módel. Til að hafa eitt á hreinu þá tengist þetta ekkert því hvort ég hafi unnið þarna í 5 tíma eða ekki, en takk fyrir það óþarfa komment, ágætt að þú fannst þörfina til að troða því inn á þennan neikvæða máta.

      3) Ég spurði sjálfur aðila inní búðinni hvort að þau koma reglulega með nýjar vörur og ég fékk svarið nei. Eftir að ég gerði mína skoðun á búðinni kemur í ljós að stundum koma nýjar vörur eins og bolir með mismunandi printum, printum sem Abercrombie & Fitch hafa til dæmis fengið ansi margar kærur gagnvart. Það kemur ekki nýtt á eftir nýju og í eðlilegum búðum. Sem mér finnst fáranlegt ..

      Einnig langar mig að benda á það að hérna eru punktar sem eiginlega ætti að fá fólk til að versla annarsstaðar. Svo ummælin þín sem segir “Þeir aðilar geta bara verslað annarsstaðar.” er hárrétt á þér, og ég innilega vona þeirra vegna að þau gera það ekki. Að því leyti að fötin eru of dýr fyrir gæðin og mér finnst fáranlegt að taka þátt í svona rekstri á búð.

      Ef þú hefðir lagt það á þig að lesa þessa grein aðeins betur þá hefðiru séð að ég skrifa.

      “Ég er í bransa sem ég þarf að photoshoppa módel til að þau þurfa líta betur út. Kannski ekki á öfgakenndan hátt en það er það sem ég geri.”

      Þetta ætti að segja þér að ég geri mér fullkomnlega grein fyrir því að ég vinn við hluti sem snúast um yfirborðskennd atriði. En ég þverneita að segja að ég geri það á neinn hátt eins nálægt því og allt það sem Abercrombie & Fitch snýst um. Að farða lætur einnig fólk líða betur, en þér datt auðvitað ekkert í hug að hugsa þetta svoleiðis. Ljósmyndun er vinnan mín og ég geri mitt besta að láta það líta sem best út og fanga það sem best. En hvorki nú, né aldrei mun ég láta vinnuna mín nálgast þá yfirborðskennd sem Abercrombie&Fitch stendur fyrir.

      Allavega, takk aftur fyrir þessi ummæli þín.

  13. Jóhanna Margrét

    18. February 2013

    góð grein, hef heyrt þetta um fleiri fyrirtæki og einnig veitingarstaði, sumir staðir hafa einfaldlega ákveðna ýmind af staðnum eða versluninni og þarf starfsfólkið þá að passa inní þá formúlu, sé fólk ráðið sem módel má vera með mun hærri útlitskröfur í atvinnusamningum og fólk getur því verið rekið ef um nokkur aukakíló er að ræða og hárlitun eða klipping þarf að fá leyfi fyrir. tökum lemon sem dæmi júserar eiga helst að vera karlmenn (myndalegir karlmenn) sem flirta við viðskiptavini, stefna fyrirtækis í dk og verður það einnig herna heima,, heimurinn í dag er því miður orðinn svona yfirborðskenndur en þetta er einnig það sem fólk sækjir í,, finnst samt að fólk megi alveg fylla fleiri kröfur en bara útlit… hræðileg stefna en fyrirtæki komast upp með þetta..

    starfsfólkið gerir staðina að því sem þeir eru,, erum hluti af þemanu!!

  14. Svava Guðrún

    19. February 2013

    Á allan hátt vel hugsaður og góður pistill hjá þér elsku Helgi. Ég dáist af þér fyrir þessi skrif þín, því að þetta er mjög mikilvægt og þarft umræðuefni í nútíma samfélagi.
    Þú ert frábær!
    knús x

  15. LV

    20. February 2013

    Vá hvað ég er hissa á þessu, minnir að ég hafi farið inn í þessa búð í Köben en ég stoppaði stutt ;) Gott hjá þér að hætta og takk fyrir að segja okkur frá þessu :)

    -LV

  16. Guðrún

    20. February 2013

    Fullkomleg flott grein. Finnst samt skemmtileg staðreynd að þessi grein komi á síðu sem að pistlahöfundar haldi úti tísku og lífstílsbloggi. Margar færslurnar eru um föt, farða eða annað til að fegra og gera mann smekklegari eftir straumum tískuheimanna……útlitsdýrkun? Það hafa verið gerðar rannsóknir á fólki sem að skoðar tískublöð (er ekki búin að kynna mér það með tískublogg) og niðurstöður þeirra sýna að þeir sem skoða tískublöð líður almennt verr með sjálfan sig en þeir sem gera það ekki. Hvað er orsök og afleiðing get ég hinsvegar ekki fullyrt um.

    Semsagt inputið mitt er, flott grein og finnst enn flottara og á sama tíma smá fyndið að hún sé á tískubloggi :)

  17. Valdís

    20. February 2013

    Ég tek svo sannarlega undir með þér, ég þoli ekki þessa búð afþví að þegar ég fer að versla vil ég fara í vel upplýsta búð þar sem er ekki of mikill hávaði og nóg af venjulegu fólki að vinna þar.
    En varðandi ummæli þín við “SoftPorn” myndinni þá er ég hjartanlega sammála, en set samt spurningarmerki við það afhverju menn mega ekki vera “hálf” berir þegar samfélagið er gjörsamlega að drukkana í hálf berum konum. Ég er ekki að styðja það að við förum að auglýsa karla á sama háttinn en mér finnst það bara alltaf jafn fyndið hvernig allt fer á hliðina þegar karlar sýna smá húð á meðan kvenmódelin eru nánast alltaf hálf naktar!

    En enn og aftur takk fyrir að deila reynslunni, hvetur mig bara enn meir til að versla EKKi við þetta fyrirtæki!

  18. Jóna Kristín

    21. February 2013

    Góð grein en finnst samt algjörlega vanta þá staðreynd inn í pistilinn hjá þer að Abercrombie notar engar auglýsingar í blöðum, sjónvarpi né öðrum fjölmiðlum þannig þetta er þeirra leið til að auglýsa sig. Allar aðrar verslunarkeðjur nota einnig gullfalleg módel í ákveðinni stærð til að koma sínum vörum á framfæri nema á annan hátt. Verður að skoða allar hliðar málsins og ekki einblína á aðeins það sem er augljósast.

  19. Hafdís Magn

    8. March 2013

    Góður pistill. Það er mikil þörf fyrir vitundavakningu þegar kemur að þessum geira.

  20. Helga

    8. March 2013

    Takk fyrir þennan pistil. Bara einfaldlega, takk.

  21. Siggi

    31. March 2013

    Finnst nú allt í lagi að fólk sé látið tala ensku enda frekar glóbal tungumál. Finnst hinsvegar asnalegt að fólki sé sagt hvað það eigi að segja. Virkar hálf forced þá. Það fyrsta sem mig langar oftast að heyra þegar ég kem inn í búð eru spurningar einsog: Ertu að leita að einhverju sérstöku? Finnst líka að fólk ætti að vera ráðið eftir því hversu góðir stílistar það sé en ekki eftir útliti. Því oft vill maður að þau taki stjórnina og segi kannski allt í einu. „Ég er með fullkomna flík handa þér“ og fara svo að leita og koma með eitthvað. Eða búi til eitthvað lúkk fyrir mann. Oft líður manni bara ekkert vel með að biðja um það og maður endar alltaf með að velja bara eitthvað eftir manns eigin takmörkuðu stílistahæfileikum.