fbpx

Egyptaland part 3

.. höldum áfram!

egypt24SMALL

Við mættum Egyptska djöflinum sem ég talaði um í fyrsta Egyptalandsfærslunni á vafrinu okkar um göturnar þar sem hann fagnaði okkur með allskonar spurningum og spurði okkur svo hvort við höfðum séð þessa kirkju? Við svöruðum neitandi og hann sagði að þetta væri eitt af því stórkostlegasta sem við gætum séð í bænum. Hann sagði að hann mundi sýna okkur um ..

egypt25SMALL

Ég tók örfáar myndir og kirkjan sem slík var ekkert stórkostleg. Fyrir utan kirkjuna voru vopnaðir verðir og ég var nokkuð ringlaður og lúmskt smeykur með þetta allt saman. Við vorum þarna inni í kannski mínútu og ákváðum að drífa okkur út. Þarna stóð hann ennþá og tók á móti okkur. Þegar við löbbuðum út tilkynnir hann okkur að hann lét manninn sem sat við innganginn hafa 100 pund til að við gætum farið inn, svo segir hann að honum er sama þótt að við látum hann hafa 100 pund tilbaka eða ekki, hann væri að gera þetta fyrir trúna sína. Ég sagðist ekki ætla  láta hann hafa pening þar sem hann sagði okkur ekkert um það áður en við löbbuðum þarna inn. Þá reiddist hann og sagðist þá þurfa hringja á lögregluna og saka okkur um þjófnað. Ég labbaði í burtu grautpirraður og 100 pundum fátækari.

egypt26blackandwhiteSMALL

Þessi smíðaði rúmstokka og skápa. Ég spurði spurninga en fékk aldrei svar, hann var alveg hljóður en fannst sjálfssagt að ég tæki mynd af honum, svo brosti hann þegar ég sýndi honum myndina.

egypt29SMALL

Dolce & Gabbana með búð þarna! woohoo!! – haha.

egypt30blackandwhiteSMALL

Á þessum tímapunkti var ég enn í fýlu eftir upplifanir og svindl dagsins. Þessi elti okkur í allavega 20 mínútur og ég nennti ekki að taka þátt í honum og var nokkuð vissum að hann mundi reyna kreista úr okkur pund í lokin. Ég þurfti vinsamlegast að byðja hann um að fara og við ætluðum að fá að halda áfram án hans. Ég er vanarlega ekki svona leiðinlegur – ég var bara í fýlu.

egypt31SMALL

Kötturinn í sorpinu – þeir voru útum allt.

egypt32SMALL

Levi's fagnar 140 árum!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Þóra Einars

    15. February 2013

    Faaaaallegar myndir Helgi!!