fbpx

UPPÁ SÍÐKASTIÐ – ÍSLAND

HOMEÍSLANDPERSONAL

Þegar ég fór heim í jólafrí, hafði ég ekki komið heim í hálft ár. Ef þið spurjið mig, þá er það alltof langur tími, ég er alltof heimakær til að vera svona ógeðslega lengi í burtu frá foreldrum mínum, hundum og fjölskyldu. Þið getið ekki ímyndað ykkur gleðina þegar ég kom heim. Ég elska fátt meira en snjó, og sérstaklega Seyðisfjarðarsnjóinn eins og ég þekki hann frá því að ég var lítill. Almennt elska ég veturinn, og svona Winter Wonderland og það var nákvæmlega það sem tók á móti mér. Bærinn fullskreyttur af jólasnjó og jólaljósum útum allt. Stelpurnar hennar Dagnýjar systir orðnar stórar og mega peppaðar að fara út að leika, æ þið vitið. Þetta var gjörsamlega geggjað allt saman. Ég gæti sprungið hvað mér finnst ég heppinn að eiga stað eins og Seyðisfjörð.

Ég fékk fyrripart í Reykjavík sem ég nýtti með elsku Birgittu okkar í súperstússi fyrir jólin, fyrsta stop var Geysir Home

Þessi lykt finnst mér gjörsamlega geggjuð. Ég man að ég var ekki í neinum vafa hvað mér fannst besta lyktin. Ég held að Karen eigi annan ilm líka.

        

Heimsækja þennan elsku yndislega gullmola sem Lilja vinkona á. Ég er orðinn svo moldríkur af vinkonur börnum, það er dásamlegt! Og dýrt um jólin ..

Næsta stopp var heimsækja Nocco Queen – Birgitta var að með gjafaleik og við fengum glaðning frá þeim fyrir jólin.

Systkinin + Palli í flottu ræktinni okkar á Seyðisfirði, hún er ekki stór en stútfull af sjarma! Við systkinin vorum reyndar alveg drullu dugleg að æfa yfir hátíðarnar, já vinir, times have changed!

Út að renna með stelpurnar, hversu gaman. Hversu gaman að eiga systur til að renna með.

Yours truly fékk möndlugjöfina í fyrsta skipti!!! .. og keypti möndlugjöfina, en hey ..

Nei ég meina hallló?

<3

Snjórinn reyndar ggggjjööörsamlega pompaði þetta kvöldið. Ég held að ég hafi aldrei séð eins mikla snjókomu og þetta kvöld.

Þetta var GEGGJAÐ!

Stelpan mín.

Og drengurinn minn, Kasper til vinstri.

Út að leika með stelpurnar –

Að eiga svona yndislega guðdóttur er náttúrulega bara gjörsamlega best <3

Með Erling frænda, sem tók af mér að vera með þann titil og tilheyrandi athygli um að vera hæsti fjölskyldumeðlimurinn í fjölskyldunni.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

NEW IN FYRIR TÆLAND: HAN KJØBENHAVN

Skrifa Innlegg