UPPÁ SÍÐKASTIÐ – FYRIR JÓL

DANMÖRKPERSONAL

Mér finnst jólin vera fyrir LÖNGU. Mér líður grínlaust eins og við séum á sextugasta degi janúar mánaðar. Hann er þó að klárast og ég ákvað að taka saman nokkrar myndir frá síðustu vikum. Let’s go.

Jóla Tívolí með Cecilie –

Það er tælenskur staður við hliðiná okkur heima sem við ELSKUM, þar var hægt að fá besta Panang Curry sem ég hef smakkað en hann ffffffff*kking lokaði á dögunum. Vegna fráhvarfa fór ég í allsherjar mission að læra að gera Panang karrý alveg eins og þau gerðu það. Það gekk ágætlega – ætla ekki að ljúga að ykkur, ferlega gott.

Hér deili ég með kombó-i sem átti hug minn og hjarta fyrir jól. Þetta var náttúrulega orðið vandræðalegt í lokin.

Þetta nútella-ish krem frá Barebells (stútfullt af próteini svo þetta var allt í góðu, varð bara massaður af þessu)

Súper gróft danskt rúgbrauð ..

.. og bananar. Ég vaknaði einu sinni um nóttina og gat ekki sofnað og splæsti í svona combó. Ég held ég hafi farið í gegnum 48 banana og átta krukkur. Hjálp hvað þetta er gott.

Mission í kjólinn fyrir jólin.

Auður mín kynnti mér fyrir GlamGlow – þau eru ekkert að grínast með að þessi maski virkar.

Tvö að fá glow.

Tinna vinkona átti afmæli svo bauð henni í fullt af kökum!

.. og morgunmat.

Tinna og dásamlegi sonurinn hennar Finn. Ég var viðurstaddur fæðingunni hans sem var eitt af því magnaðasta sem ég hef nokkurntíman séð!

Uppáhalds peysan frá Soulland x 66°North

Kasper fýlar ekki jólin eins og við Íslendingarnir, þið vitið, seríur, jólaskraut útum allt, leyfa jólunum að gubba yfir heimilið. Svo ég var alltaf að berjast við að gera heimilið eins jóló og ég gat. Þetta var sirka útkoman við matarborðið allavega.

Hor og tilheyrandi skall á í desember!

Barebells sendi mér líka þessi próteinstykki í desember. Revolútíonalt próteinstykki. Shhhhhhhiiitttt.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

 

TRYLLT ÚTSÖLU KAUP Í MAGASIN

Skrifa Innlegg