UNDRA TEA TREE ÞÁ OG Í DAG –

Þessi færsla er í samstarfi við  The Body Shop

Hér er eitthvað sem við getum aðeins rætt. Þegar ég var unglingur var ég mjög bólugrafinn, allt frá andliti yfir á líkama. Það var gjörsamlega ömurlegt og ég eiginlega gleymi því aldrei hvernig það var. Það reynir svo sannarlega á að vera með lélega húð og ég hef alltaf lagt hart að mér að halda henni við. Eins og þið kannski sjáið með þessu bloggi. Mamma hjálpaði mér mikið í den að reyna koma öllu þessu í lag og ég man eftir kremi sem ég átti frá merki sem hét Zirh var einu sinni mjög vinsælt, (ég googlaði það og það víst enn til! En fyndið) en svo voru vörurnar sem við ætlum að ræða í dag, Tea Tree frá The Body Shop, þær notaði ég religíuslí, tvisvar á dag og reynslan mín á þeim vöru voru algjörlega frábærar.

By the way, hafiði einhverntíman átt maskabursta? Það er svona 10x skemmtilegra að setja á sig maska. Hægt að fá slíkan HÉR

En ég get einlægt mælt með þessum maska, hef notað hann eins og ég segi uppi örugglega síðan ég fermdist. Sem var, öö .. 2005 held ég? Hann gerir enn undir fyrir mig í dag. Hann djúphreinsir, drepur bakteríur og róar húðina.

Fæst HÉR

í lokin er þessi næturmaski sem ég hef verið að vinna með. Hef ekki enn þorað að sofa með hann því ég gjörsamlega sef með andlitið á mér ofan í koddanum mínum. Hef verið að setja þetta á mig á kvöldin og leyfa honum bara að vera. Ég geymi hann í kælinum og set svo á húðina, það er ógeðslega næs.

Fæst HÉR –

Allar þessar vörur eru vegan og allar undir tvö þúsund kjelli. Gjöf en ekki gjald fyrir gæði gott fólk.

Þessi meðmæli eru að sjálfssögðu einlæg og valdi ég sérstaklega þessar vörur þar sem ég hef áralanga reynslu af tea tree vörunum frá The Body Shop –

@helgiomarsson á Instagram

Helgaspjallið á Apple Podcasts og Soundcloud  

SUNNUDAGUR TIL SÆLU -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    29. January 2019

    okey eigum við að ræða þessar myndir! Eiga sko heima á risastóru strætóskilti!! <3