fbpx

TÆLAND – PARTUR 3 – BANGKOK & BARNAHEIMILI PALLA

PERSONALTRAVELUncategorized

Síðasta Tælands-bloggið.

Let’s go!

Processed with VSCO with a8 preset

Þarna vorum við vinirnir nýbúnir að ákveða að fara beint til Bangkok eftir Koh Tao. Upprunalega planið var að fara til Koh Lanta, Krabi, Koh Phi Phi og þaðan til Bangkok. Við semsagt flýttum ferðinni og fórum beint til Bangkok, þar sem okkar aðal mission beið okkar. Að finna og heimsækja barnaheimilið hans Palla sem hann var ættleiddur frá rúmlega fjögra ára gamall.

Processed with VSCO with a8 preset

Ferðin til Bangkok var löng og ströng, en rúmlega tólf tímar. Rútan var reyndar rosalega næs og hægt að halla sætinu þannig að maður eiginlega með rúm bara. Mjög næs.

bkk01

Hér má sjá sætasta litla dreng í heiminum. Þetta er semsagt mynd af Palla sem send var til Íslands til foreldra hann þegar þeim var tilkynnt að þetta væri litli drengurinn sem þau voru að fara ættleiða. Alveg einum of sætur.

Palli var semsagt fundinn á götunni í Suður Bangkok þriggja mánaða gamall og var á barnaheimili þangað til hann var rúmlega fjögra ára. Í þessari ferð, heimsóttum við barnaheimilið.

bkk02

Það hefur verið plan mitt og Palla að fara saman til Tælands frá því að við vorum litlir, svo það var frekar magnað að þetta varð allt saman að veruleika.

Processed with VSCO with a8 preset

Þetta var alveg stórkostleg upplifun að fá að fara þangað með honum.

Processed with VSCO with a8 preset

Þessi man vel eftir honum. Millinafn Palla er Thamrong, og um leið og hún heyrði það þá kveikti hún á perunni. Hún var svo hissa hversu stór hann væri. Ótrúlega mögnuð stund.

Processed with VSCO with a7 preset

Loks fengum við að hitta litlu gullin. Ef ég hefði verið með eggjastokka hefðu þeir sprungið akkúrat þarna. Þessi börn voru svo falleg og brosandi. Ég eiginlega bara var svona ‘stunned’ – þau voru SVO brosandi og falleg. Viltu sjá og skoða og knúsa og klappa og snerta tattoo-in og ég veit ekki hvað og hvað. Þessi litli drengur í græna var óneitanlega í uppáhaldi, en hann vildi bara knús og láta halda á sér.

Processed with VSCO with a8 preset

Palli var sjálfur einstaklega vinsæll hjá krökkunum.

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Ég þurfti heldur betur að koma hausnum á réttan stað á meðan ég var þarna. Ég fann það að ég varð alveg einstaklega tilfinningasamur þarna, tilhugsunin að þessir krakkar séu munaðarleysingjar og að ég gæti ekki bara tekið þau með mér heim og knúsað þau alla daga. Ég þurfti einhvernveginn að kyngja þessu öllu saman og bara gefa af mér þennan stutta tíma sem við fengum að leika við þau. Mér líður samt ótrúlega vel að sjá að krakkarnir hafa það rosalega gott þarna og vantar ekkert þarna.

bkk09

Það er erfitt að ímynda sér hvernig Palla leið þarna.

Processed with VSCO with a8 preset

Ókei samt, ég hefði alveg getað stolið þessum dreng. Ég viðurkenni að ég féll alveg fyrir honum. Varð eiginlega alveg ástfanginn af honum.

Processed with VSCO with a8 preset

Þetta var alveg einstakt augnablik. Palli fór svo í næsta hús þar sem stóð kona, og maðurinn sem var með okkur sagði “Thamrong” við hana og maður sá alveg hvernig hversu hissa hún var. Hún eiginlega bara vissi ekki hvað hún átti að segja og knúsaði hann og gat ekki haldið aftur tilfinningum. Ég verð bara meyr við tilhugsunina! Gah! Hún semsagt var mikið með hann þegar hann var að alast upp á heimilinu.

Processed with VSCO with a7 preset

Við Palli gistum á alveg ógeðslega næs hóteli í Bangkok, sem bauð uppá geggjaðan morgunmat. Ég varð að documentera.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Sundlaugin var líka úber næs. Það magnaðasta við það allt saman var að uppí þessu tré fyrir aftan mig voru fáranlega margar leðurblökur að borða ber og fljúga yfir okkur í sundlauginni endalaust. Frekar hellað.

Processed with VSCO with a7 preset

Ég var fyrst skeptískur að borða á götum borgarinnar, semsagt þegar ég fór í janúar og eiginlega þegar ég lenti í Bangkok. Í gegnum ferðina sá ég að það var lang besti maturinn í Tælandi. Við borguðum að meðaltali 97 – 170 kr íslenskar fyrir þessa rétti á mörkuðunum hjá hótelinu. Þetta var SVO autentískt og gott, fjandinn hafi það.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Við Palli erum báðir miiiklir mataráhugamenn og sérstaklega tælenska matargerð, svo þetta var algjört fest fyrir okkur. Að fá að fylgjast með og læra.

Processed with VSCO with a8 preset

.. oooog heim!

Ég gæti ekki verið meira þakklátur fyrir þessa ferð með Palla og fékk alveg ótrúlega mikið útúr henni. Tæland er komið til að vera, elska þetta land!

NÝTT OG SPENNANDI: MATCHA

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Jennifer Berg

    10. October 2016

    What a moment, and it looks so nice!! xx

  2. Pattra S.

    10. October 2016

    Meiriháttar<3<3