fbpx

SUNNUDAGAR TIL SÆLU –

DANMÖRKNOELPERSONAL

Það er svo gaman að vera hundapabbi og ég held að ég og Kasper höfum fengið alveg yndislegan hund inná heimilið okkar. Það er svo fyndið hvað maður getur elskað dýr mikið. Nóel er alveg einstaklega fyndinn og hann er einhvernveginn algjörlega búinn finna sig með okkur, mér líður eins og ég þekki hann fram og tilbaka. Helgarnar eru betri, maður er miklu meira úti en áður, maður hefur alltíeinu gjörsamlega óendanlega mikla ást að gefa, hún magnast einhvernveginn þegar maður fær sér hund. Ég allavega með þessu bloggi gæti ekki mælt meira með að fá sér hund.

Mér finnst það gefa lífinu svo mikinn lit og orku og andrúmsloft að fá hund inní lífið sitt. Ef það er einhver þarna úti að velta því fyrir sér að fá sér, þá eins og ég segi, mæli ég með! Það var að sjálfssögðu eftir að við keyptum íbúðina okkar þegar við ákváðum að fá okkur hund og það hefur gengið rosalega vel hingað til.

Ef það er eitthvað hundaáhugafólk hérna megiði endilega láta í ykkur heyra, ég er kominn með alveg ótrúlega mikinn áhuga á að öllu sem þessu tengist og langar helst bara að blogga um hann og lífrænu kúkapokana hans sem eyðast upp á 30 dögum, haha. Eða þið vitið ..

Fyrir áhugasama er þessi elsku litli loðbolti með Instagram sem þið getiðið skoðað HÉR

x

66°NORÐUR X GANNI - UNISEX

Skrifa Innlegg