fbpx

66°NORÐUR X GANNI – UNISEX

Þessi færsla er í samstarfi við 66°Norður

Í dag koma flíkurnar frá samstarfi 66°Norður og Ganni sem er eitthvað samstarf sem mér persónulega finnst bilaðslega spennandi þar sem ég hef fengið beint í æð hversu mikið Ganni dominerar markaðinn hér í Kaupmannahöfn. Ég fangirla eiginlega jafn mikið núna og þegar þau gerðu samstarfið með Soulland til dæmis. En ég var á sýningunni þegar þessar flíkur voru frumsýndar á tískuvikunni hjá Ganni og Ganni hefur jú aðeins verið að gera föt fyrir kvennmenn (eða þið vitið, beint að kvennmönnum, auðvitað eiga strákar að geta verslað þar líka) og mér fannst þessar flíkur sem ég sá á tískuvikunni engin undantekning. NEMA HVAÐ!

Ég er yfirleitt pirrandi gaurinn sem vill sjá og vá og fínt og allt þetta og ég ákvað að máta einn jakkann því hann minnir mig á annan jakka sem ég á frá 66. Þá er þessi lína algjörlega unisex og ekkert bara stelpu eða stráka yfir þessu. Mér fannst eiginlega flíkurnar bara líta drullu vel út á mér. Mikil gleðitíðindi fyrir mesta 66 perra heimsins.

Það er semsagt þessi jakki, mér finnst hann gjörsamlega bilaður.

Þessi jakki finnst mér líka truflaður. Ég elska litasamsetninguna og hann er tæknilegur og léttur.

Vestið einnig á óskalistanum, finnst það bilaðslega flott.

@helgiomarsson á Instagram

DAGLEGU VÍTAMÍNIN -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    15. March 2019

    Fallegur jakki (frakki).