fbpx

DAGLEGU VÍTAMÍNIN –

HEILSA

Þessi færsla er í samstarfi við Now Iceland

Ég veit hvort ég sé á góðu róli þegar ég vakna, treð í mig graut og tek inn vítamín. Eins og ég hef svo oft sagt áður þá er ég svo bilaðslega tvískiptur að það er eiginlega vandræðalegt. Annaðhvort gríp ég með mér Croissant og drekk kaffi eftir að hafa vaknað aðeins of seint, eða ég tek mér tíma og geri grand graut og sest niður í kósý og nýt morgunsins. Ég er búinn að vera sem betur fer þar uppá síðkastið. Mér líður svo langbest þannig – en mér datt í hug að deila með ykkur þeim vítamínum sem ég tek á hverjum degi. Þetta finnst mér vera fullkomin blanda og hentar mér alveg ógeðslega vel til að eiga góðan dag.

C-1000: Upprunalega tók ég alltaf C vítamín útaf því að ég vildi alltaf forðast að fá munnangur, núna tek ég það af öllum hinum jákvæðu verkunum, eins og aukin orka, styrkir ónæmiskerfið, vinnur á móti tegundum af krabbameini og ég gæti haldið áfram.

Odorless Garlic: Hef svosem ekki kynnt mér hvaða jákvæðu verkanir hreinn hvítlaukur hefur annað en að ég nota hvítlauk í gríð og erg þegar ég er slappur eða lasinn. Mér finnst það hvítlaukur besta meðalið, áður keypti ég hvítlauk og kyngdi honum þegar ég var slappur og lyktaði eins og fjandinn eftirá. En þessar pillur eru lyktarlausar svo ég er einstaklega ánægður með þær. Hvítlaukur var notaður sem lyf í Kína í gamla daga, good enough for me!

Ginger Root: Ég eiginlega elska hvítlaukinn og þessar töflur mest því þær eru svo bilaðslega náttúrulegar. En engifer er jú töfrarót. Gott fyrir hjartað, vöðva, maga og almenna heilsu.

Adam: Fjölvítamín – segir sig sjálft.

Magnesium og Calcium: Virkni á taugakerfið og beinin, en ég tek það aðallega inn til að halda sykurþörf niðri. Hef tekið magnesium í mörg ár útaf því. Mundi borða gras ef það mundi hjálpa mér að vera ekki svona vittlaus í sykur.

Instagram: @helgiomarsson

HELGI BAKARI - BAKE MY DAY

Skrifa Innlegg