fbpx

STRANDARPERLA Á DANSKRI EYJU –

DANMÖRKYNDISLEGT

Ég kom til Kaupmannahafnar á þriðjudagsmorgni eftir mjög feitan all nighter og átti þann dag í að koma mér aftur heim og reyna sofa örlítið og að sjálfssögðu knúsast í Kasper. Á miðvikudeginum skelltum við okkur á dönsku eyjuna Bornholm, sem er rétt fyrir utan Ystad í Svíþjóð og þaðan tókum við einmitt ferju yfir. Þetta var allt mjög huggulegt og ég var glaður að vera kominn aftur heim eftir þriggja mánaða dvöl á Íslandi –

Förum nánar útí Bornholm seinna, en mig langaði svo að deila með ykkur strönd sem við vorum á, sem var eiginlega alveg svona drop dead geggjuð. Sandurinn var eins og púður og hann er einmitt seldur til fyrirtækja til að nota í stundarglös. Hann er – það – fullkominn. Ég er engin biluð strandartýpa, en þessi fannst mér gjörsamlega æðisleg. Mjög svona grand og flott. Ég var ekkert að velta fyrir mér sjónum, enda var ég handvissum að hann væri mjög kaldur og ég nenni ekki svollleis.

Þessir tveir ánægðir að vera saman á ný eftir langa fjarveru –

Shit þetta var svo flott, svo voru háir sem lágir hólar með sama grasi og sama sandi. Geggjuð sínería.

Ég nýtti tímann minn vel á meðan Kasper sofnaði í sólbaði.

Ómissandi handklæðið frá Geysi – mjög ánægður með það.

Hafiði séð sætari gaur?

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

HLAUPASUMAR MEÐ BEOPLAY -

Skrifa Innlegg