fbpx

SPURT OG SVARAÐ – nýtt.

Já, mér datt í hug að þetta gæti verið skemmtilegur nýr liður hér á blogginu.

Ég fékk þetta mail í gegnum like-síðuna á Facebook. 

Hæ takk fyrir skemmtilegt blogg! Mér finnst þú áhugaverður í skrifunum þínum og er alltaf spennt fyrir bloggum frá þér.

Mig langaði að tékka hvort þú værir nokkuð til í að svara spurningum sem gæti kannski verið skemmtilegt blogg fyrir lesendur til að fá að kynnast þér betur. Ef til vill gæti þetta orðið skemmtilegur liður. Vona að þú takir þessum pósti með jákvæðu viðmóti.”

Æðislegt! Mér fannst þetta mjög spennó. Hér koma spurningarnar frá þessari fögru stelpu og auðvitað svörin við :)

1. Hvað borðaru helst í morgunmat?

Ég borða alltaf gróf hafragrjón með undarrennu og heilum banana í bitum, og set stundum súkkulaði protein í. Það er alveg einum of gott og svaka hollt!! Ásamt því að taka vítamínin mín & olíurnar. 

2. Hvernig tónlist hlustaru á? Hvað eru uppáhalds lögin þín þessa dagana?

Ég er að tryllast yfir sænska Eurovision laginu sem keppir núna í maí. Ég er ennþá að spila það aftur og aftur.

Einnig er ég svolítið að hlusta á One of Us sem einhver stelpa í The Voice söng. Svakalegt performance! Alveg minnst ég að vera hlusta á lög sem tengjast guði & hvað guð er góður. En fallegt er þetta!

Bad Religion með Frank Ocean er nokkuð mikið spilað líka þessa dagana.

Það breyttist nokkuð hratt, ég á það til að hlusta rosalega oft á sama lagið trekk í trekk, fá svo ógeð og nenna svo eiginlega ekkert að hlusta á þau aftur.

3. Notaru farða daglega?

Nei það geri ég ekki. Ef ég nota eitthvað þá er það baugafelari undir augun því ég er svo óheppinn að fá leiðinlega bauga. Ekkert að því þó að maður sé strákur! Þegar ég fer útá einhverja uppákomur eða út á lífið þá splæsi ég kannski í aðeins meira.

Til að skoða hvað litlu rútínuna mína getiði klikkað HÉR. Mæli með þessu strákar!

4. Mér finnst þú góð fyrirmynd fyrir samkynhneigða stráka, er það eitthvað sem þú hefur velt fyrir þér?

Ég var virkilega snortinn að heyra þetta og þótti þetta ánægjulegt að þér finnst þetta. Þetta er kannski að einhverju leyti eitthvað sem ég velti fyrir mér. Það er mér bara í rauninni hjartans mál hvað varðar stráka sem eru að reyna koma sér útur skápnum og þykja það erfitt. Það hefur skeð að það hefur verið leitað til mín í spjall eða aðstoð hvað það varðar. Þetta er auðvitað feimnismál og erfitt og þykir mér alltaf jafn gott að vera stuðningur og aðstoð.
Einnig finnst mér mikilvægt að hafa einhverjar fyrirmyndir hvað þetta varðar. Ég man að þegar ég var að skríða útúr skápnum fannst mér stundum eins og ég væri ekki að spila hlutverk hommans nógu vel og týndi svolítið sjálfum mér í að reyna spila það hlutverk.

Það eiga ekki að vera nein hlutverk og kynhneigðin þín á aldrei að vera þrýstingur til að spila einhvern karakter. Vera samkvæmur sjálfum sér og vera maður sjálfur óháð kynhneigð.

5. Hvaða ilmvatn/ilmvötn notaru?

Ég nota ljósbláa Versace daglega & Chanel Bleu í fínum tilefnum.

versacechanel

6. Hvernig finnst þér að búa í Köben og afhverju fluttiru?

Ég ákvað að flytja aftur því það var einfaldlega bara eitthvað sem dróg mig aftur hingað eftir að ég bjó hér 2010. Ég var búinn að búa Seyðisfirði í 9 mánuði og vildi ekki flytja aftur til Reykjavíkur svo Kaupmannahöfn var tilvalinn staður. Það er sko einhver ákvörðun sem ég mun aldrei sjá eftir. Kaupmannahöfn er án efa næst besti staður í heimi (Seyðisfjörður auðvitað í fyrsta sæti!) og ég elska að búa hérna svo mikið.

7. Ertu eitthvað að mynda í Kaupmannahöfn?

Hingað til hef ég bara verið að testa módel fyrir módel skrifstofurnar. Engin vinna hingað til. Ég á fund á þriðjudaginn varðandi cover & editorial myndatöku fyrir tímarit. Það gæti orðið eitthvað spennandi.

Þetta þykir mér bara skemmtilegt!

Gæti orðið skemmtilegur liður hér á blogginu. Ef þið hafið einhverjar spurningar til mín, almennar spurningar í tengslum við tísku eða hreinlega bara forvitni til mín um mig og mitt líf, endilega hendiði á mig. Ég mun þá reyna spurja með bestu getu.

Sendiði endilega spurningarnar gegnum facebook síðuna eða á helgi@trendnet.is og nöfnin ykkar þurfa alls ekki að koma fram.

Skjótið!

BAST MAGAZINE.

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. elísa

    28. April 2013

    Alltaf jafn gaman að lesa hér! x

  2. Jóhanna

    29. April 2013

    Þú ert yndislegur!

  3. Anna

    29. April 2013

    Þetta er ekkert smá skemmtilegt!