fbpx

Strákar, karlar og make-up.

Ég hef fengið oft fengið spurningar um hvort ég máli mig þar sem ég er förðunarfræðingur og jú samkynhneigður.

Hér kemur það;

Ég get ekki sagt að ég geri það daglega, en fyrir tilefni þá langar mig eins og öllum að líta sem best út. Einnig hefur það þróast svoleiðis að megnið af karlmönnum setja á sig einhversskonar farða í dag og er bókstaflega ekkert skömmustulegt við það.

Ég ákvað að deila með ykkur minni formúlu.

Sensai bronzing gel

kanebo-sensai-bronzing-gel_500x500
Ég hef aldrei notað brúnkukrem eins og Brazilian Tan því mér finnst það ekki fallegt að sjá flekkótta húð en þetta krem er 70% vatn og frískar andlitið upp og gefur þér meiri brúnku – en mjög náttúrulega. Ég hef aldrei verið flekkóttur að nota þetta krem og ég mun eflaust nota það for years to come, því þetta er algjör snilld. Ég nota tón 62 og það er ekki mikill munur á húðlitnum en auðvitað smá. Ég nota þetta bara á andlitið og hálsinn. Ég mundi samt ekki mæla með að nota þetta mikið ef karlmaðurinn er með mikið skegg. Þetta krem er gjörsamlega – algjör snilld.

Graftobian-Hi-def-creme-palette(pp_w700_h485)

Ég verð að mæla með hyljara pallettunni frá Graftobian sem fæst hjá Mood skólanum og við fengum þessa hyljara þegar við byrjuðum. Ég er hyljara brjálæðingur þegar ég er að vinna í verkefnum og farða önnur módel. En ég á einnig hyljara frá MAC sem eru ótrúlega góðir en þessir frá Graftobian finnst mér sitja lang náttúrulegast á húðinni. Sést sem minnst að þú sért með eitthvað á húðinni – eitthvað sem karlmennirnir vilja svo sannarlega. Einnig er þessi palletta í mismunandi tónum alveg frá mjög björtum tón uppí nokkuð dökkann. Svo ef ég er brúnn eða á ljótunni og hvítur þá get ég flakkað milli tóna. Hann er algjör snilld og mæli hhhiklaust með honum!
Ég nota einnig yfirleitt bara puttana til að setja þá á sjálfan mig – ekkert pensla vesen. Helst bara undir augun og aðeins á hliðinni á augunum, ég er ekkert að setja neitt nálægt augnlokinu.

MAC Bronzer

Ég er smá MAC-ari þegar kemur að vörunum sem ég nota. Ég hef verið að nota þennan bronzer, til að setja á kinnarnar og nota aðeins í skeggið til að móta það fallegra – en less is more þegar kemur að sólarpúðrinu og ég nota ekki mikið af því. En það góða við það er að þetta er alveg matt, sem þýðir að það er ekkert glimmer eða shimmer í því, svo það leggst mjög fallega á húðina.
Annað þá mundi ég alltaf nota busta þegar verið er að setja á sig sólarpúður. Annars verður það ekkert fallegt. Ekki svona skíta svamp eða klósett pappír eða öðru veseni. Tékkiði hvort kærastan, mamma eða systir eigið bursta fyrir sólarpúður (og passiði að það sé ekkert glimmer á burstanum ;) ). Annars mundi ég alltaf mæla með MAC burstunum eða burstunum uppí MOOD.

Þetta eru burstarnir sem eru til sölu uppí MOOD. Þeir eru á trylltu verði og eru sjúklega góðir. Á sjálfur nokkra sem ég elska að nota.

Þeir eru á verðbilinu 1290 kr – 2990 kr.
Kinnaburstinn kostar 2190 kr.

Þessir formúla ssssvínvirkar og muniði bara að LESS IS MORE. Mjög gott trick það er að taka sjálfsmynd af ykkur með flassi á Iphone-inn ykkar (því ég býst við að allir eiga þannig?) þar sjáiði vel hversu mikið þið eruð með á ykkur og auðvitað hvernig það kemur út á mynd!

Hvet ykkur til að prófa þetta – við þurfum öll að hylja bólur og bauga, og svo smá auka til að vera extra sætir! Prófiði þetta strákar!! :)

Viska dagsins - Dalai Lama

Skrifa Innlegg