fbpx

SÍÐASTA HELGI – JYLLAND

DANMÖRKMATURPERSONALYNDISLEGT

Það var ótrúlega gott að koma aðeins útúr Kaupmannahöfn um helgina, en ég fór um helgina til Jylland til frænku minnar að vinna smá verkefni og bara eiga góða og rólega helgi. Ekki það að allar aðrar helgar eru rólegar hjá mér, en í öðru umhverfi fannst mér ótrúlega næs.

Hafiði heyrt “It’s about the journey, not the destination.”? Ég hef allavega séð það nokkrum sinnum í flugvélum og hugsað “keeeeeejaaaaaaaaaftæði!”. Ég semsagt hef ekki gaman af flugvélum. En ég skal segja ykkur það, kæru vinir, að ferðalag í lest, er DÁSAMLEGT. Ég hlustaði ekki á tónlist í eina sekúndu af þessu rúmlega þriggja klukkutímaferðalaginu mínu. Hljóðið í lestinni róar alla mína líkamsvirkni, ég horfði bara útum gluggann og vann í rólegheitum myndir. Ég hefði getað verið í lestinni allan daginn án þess að segja eitt einasta orð. Ó lestir ..

Ég var semsagt hjá Hilmu frænku, en hún er fáranlegur fagurkeri og á ótrúlega fallegt heimili í Trige, rétt fyrir utan Århus. Æðislegt að eyða tíma með henni. Bloggið hennar má finna HÉR.

jylland1

Við elduðum þennan rétt – vakti mikla lukku.

jylland2

Fallegt!

jylland3 jylland5

Heimferðin ..

jylland6

Jú, mér fannst svo stórkostlegt að vera í þessari lestaferð minni að ég þurfti meira segja að festa það á mynd, sveeeeiii mér þá. Ég þurfti reyndar líka að eiga þvaglos, en ég þurfti líka að taka speglaselfie – ég ætlaði mér þó ekki að vera rangeygður, en svona gerist.

jylland41

 

Já, ég myglaðari en nokkrum sinnum fyrr og næstum því farinn að saura í buxurnar úr stressi þar sem ég var að verða of seinn í lestina mína og hin elskulega og fagra Hilma.

WHITE ON WHITE.

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hilma

    30. March 2014

    Elsku Helgi minn – það var dásamlegt að fá þig í heimsókn <3
    …EN HALLÓ HALLÓ, hefði alveg mátt koma fram að 6 ára gaurinn lagði á borð haha ;)
    Knús
    xxx