fbpx

MATARBOÐ: EINFALDUR & SJÚKLEGA HOLLUR.

MATURPERSONALYNDISLEGT

Í gærkvöldi var matur hjá okkur og þar sem kærastinn minn kann ekki að steikja kjúkling né elda hrísgrjón án þess að eyðinleggja pottinn, þá sá ég um eldamennskuna.

Ég fékk þessa uppskrift frá Athenu vinkonu – ég pimpaði hana örlítið upp og setti smá Helgatouch á hana. Ég er búinn að vera fókusera einstaklega mikið á ferskan mat eftir að ég kom heim úr jólafríi (eðlilega) – mér fannst eins og ég var kominn með bjúg á puttana eftir allt þetta reykta og saltaða kjötið. Og jú nammið, en ég ætla ekki að fara neitt nánar útí það magn sem ég tróð uppí trantinn á mér yfir hátíðarnar.

Svo allt sem er ferskt fer uppí minn munn þessa dagana. Gærkvöldið var alls engin undantekning.

Kúskús kjúklingaréttur með fullt af grænmeti, let’s go!

food2

mad

Spínat, kóríander, granatepli, paprika, gúrka og stórir hlunkar af hvítlauk.

mad4

Svo fínt & gott.

mad5

Fullkorns kúskús! Jackpoooooott.

mad6

Lífrænt grænt pestó (sem ég svo bætti hhhhelling af hvítlauk í)

mad7

Nóg af svona.

mad8

Aftur mynd af granetepli, voruði búin að ná því að ég notaði svoleiðis?

mad9

Fullt af kjúkling steiktur uppúr kókosolíu frá Sollu grænu. Notaði 6 bringur.

mad10

Mums.

mad11

 

mad12

Komið á borðið og ég setti svartar ólívur með. Það var mega gott með.

mad13
Kúskús í botninn.

mad14

 

Voila!

Þetta er afar simple;

Kúskús í botninn.
Spínat
Avókadó nóg af
Paprika
Gúrka
Graskersfræin og hin fræin/hneturnar.
Lúka af granateplum.
Fetaostur.

Steikið kjúklinginn, kryddið hann vel og bætið svo pestóinu (notaði alla krukkuna) og FULLT af hvítlauk (that’s what’ I did), kóríander og létt/fitusnauðum matreiðslurjóma.

Þetta helliði svo yfir salatið og setjið meira granetepli yfir.

Þetta er nóg fyrir 4 manneskjur

Þetta er NAAAAAAAAAMMI – og ég er að fara borða restina á EEEEEEFTIR, og það er mega f*kking NAAAAAIIIS!

Njótiði vel! x

Hér eru myndir af okkur;

4SMALL 3SMALL 2SMALL

Voða fun allt saman.

FLEIRI JÓLAGJAFIR ..

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Sara

    9. January 2014

    Vá hvað þetta er girnilegt!! Ég ætla að prófa þennan :)

    • Helgi Ómars

      9. January 2014

      Æði! Þú verður sko ekki fyrir vonbrigðum :-)

  2. Hrefna Dan

    9. January 2014

    Þessi réttur verður sko prófaður um helgina..lúkkar aaaðeins of vel!

  3. Alexandra

    9. January 2014

    omnomnomnomnom – ég bilast smá.

  4. Irmý Ósk

    10. January 2014

    Namm!

  5. Halla

    10. January 2014

    Girnilegt