fbpx

SAM SMITH Í KÖBEN –

DANMÖRKPERSONALTÓNLIST

Ég er kominn aftur til Köben í smá kæró ferð en ég og Kasper áttum miða á Sam Smith sem hann gaf mér í 5 ára sambandsafmælisgjöf og ég tók ekki í mál að fara ekki þó að ég sé búinn að færa mig meira og minna til Íslands. Ég gjörsamlega elska Sam Smith og á alveg sterkt tilfinningalega tengingu við tónlistina hans. Ég segi það aftur, ELSKA hann. Það var geggjað að komast aftur til kæró, en það jákvæða við fjarsamband að er svo gaman að hlakka til að hittast aftur.

Við ákváðum að fá okkur sushi fyrir tónleikana og veðrið hérna er búið að vera gjörsamlega klikkað síðan ég kom, svo við sáum úti og nutum okkar. Allt varðandi tónleikana gekk fáranlega vel, mættum, biðum í röð í smá stund og beint í alveg ótrúlega góðu sætin okkar.

 

Sticks and Sushi varð fyrir valinu, en við fórum á staðinn í Frederiksberg, hann er alveg ótrúlega flottur og Sticks and Sushi bara klikkar aldrei!

 

Það var ótrúlega magnað að eins mörg róleg lög Sam Smith á þá voru allir dansandi, allir syngjandi með og honum tókst gjörsamlega að fá alla með sér í Sam Smith partý. Ég gjörsamlega skemmti mér kooonunglega!

Þessi mynd er í rauninni tekin óvart, OG ÉG SKAL SEGJA YKKUR AFHVERJU. Allir voru með símana á lofti og ég ætlaði að taka svo geggjaða mynd á myndavélina, EN HÚN VILDI EKKI KVEIKJA Á SÉR. Bara front cameran. Þetta var geggjað! Hefði svo viljað ná þessu á mynd.

Hafiði séð sætari gaur?

Ekkert nema snillingur <3

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

KLIKKAÐAR FLÍKUR Í OUTLETTI 66°NORÐUR

Skrifa Innlegg