fbpx

RAUÐHÓLAR – HOODIES FRÁ 66°NORÐUR

66°NorðurÍSLAND

Við kæró skelltum okkur til Íslands í örlítið frí þar sem ég gaf honum þyrluflug í jólagjöf og við höfum verið að plana ferðina síðan en hann elskar Ísland og ég er að falla meira og meira fyrir þessu stórkostlega landi okkar. Djöfull er það fallegt.

Ferðin var ótrúlega skrautleg og troðfull af ævintýrum, góðum og ekki svo góðum. En þyrlufluginu okkar var tildæmis aflýst og tveimur öðrum túrum vegna veðurs. Það voru þó alveg stútfullt af fallegum stundum líka.

Ég verð að segja að Rauðhólar – heitir það ekki annars pottþétt það? Það þykir mér örugglega fallegasti staðurinn á Reykjavíkursvæðinu, og aðeins þremur mínútum frá Reykjavík. Ég væri til í að bara fara þangað og gera ekki neitt, njóta, labba, þið vitið. Ég elska þennan stað.

Við smelltum örfáum myndum frá seinni heimsókninni á Rauðhólum, í geggjuðu verði, og í splúnkunýjum hettupeysum frá 66°Norður sem komu í búðir þennan sama dag, og við vorum svo heppnir að fá að gjöf í sitthvorum litnum.

is01 is02 is03 is04 is05 is06

is07

Þetta var geggjaður dagur – en síðasti dagurinn var svo einum of fallegur. Ég hef verið að berjast við hellings heimþrá, og svo Ísland sendi mig aftur til Kaupmannahafnar og skartaði sínu allra fallegasta. Fannst það mjög næs.

Ég – elska – Ísland

FUDGE URBAN HÁRVÖRURNAR

Skrifa Innlegg