fbpx

PARÍS –

PERSONAL

Þið afsakið, ég ætlaði svoleiðis að drita fram Parísar færslu um leið og ég labbaði útúr vélinni. En æ, þið vitið, svo var mikið að gera í vinnunni og almennt “blogga á eftir!” og “blogga á morgun!” ástand.

París var stórkostleg, við kæróarnir vorum á besta mögulega stað í allri borginni, við fundum lyktina af Louvre, heyrðum í Notre Dame, sáum NÆSTUM ÞVÍ Effel turninn frá íbúðinni og Lúxemborgargarðurinn var meira og minna bakgarðurinn okkar. Helvítis lúxus. París er eiginlega aðeins of falleg, hún var fallegri en mig hefði nokkurntíman grunað. Borgin er á allt öðru nívói en við þekkjum. Ég gæti alveg hugsað mér að flytja þangað, svei mér þá.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Norwegian-air, skutlaði okkur, og seinkuðu um tvo tíma, gaman það.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Bara bíða, og bíða og verða batteríslaus. Og jú taka svona selfie.

Processed with VSCOcam with f2 preset

… oooooog mættir!!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Eigandi íbúðarinnar gleymdi okkur aðeins, ekkert sem Friends getur ekki bjargað!

    Processed with VSCOcam with f2 preset

Svo fórum við bara út að labba. Löbbuðum í alveg góða þrjá klukkutíma, og sáum til dæmis þetta? Hvað er þetta tildæmis? Og getiði ímyndað ykkur ef þetta væri á Íslandi? Hallgrímskirkjan er okkar Effel Turn, en svo er bara eitthvað svona í París og enginn er að tala um þetta? Fattiði?

Processed with VSCOcam with x1 preset

Það kom mér sjálfum eiginlega rosalega á óvart hvað ég var sjúklega fasseneraður af svona útskurði og skúlptúrunum þarna útum allt. Mér finnst þetta svo einum of magnað. Ég gat starað á þetta endalaust.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þarna er líka Effel Turninn, og flotta húsið. Þetta var líka alveg heimskulega fallegt kvöld.

Processed with VSCOcam with g3 preset

Lúxemborgargarðurinn, alveg ótrúlega fallegt þarna. Þessir stólar eru í boði fyrir fólk að nota, og það er illa slegist um þá á sólardögum. En það sitja allir á þessum stólum, ekki neitt á grasinu, frekar fyndið. Ég veit bæ ðe vei ekki hvað gerist í þessu húsi? Það eru verðir með byssur og læti.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Effelturinn að túttast þarna til vinstri.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Nútíma arkítektúr eru skíta glerkassar. Getum við hætt því strax? Afhverju getum við ekki gert eitt svona hús á Íslandi?

Processed with VSCOcam with f2 preset

Það er formlega orðið nýtt áhugamál mitt að labba um í París. Punktur.

Processed with VSCOcam with x1 preset  p02

Fann svona krúttað ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Tók ég þetta á myndavél? Nei, bara á símann minn, sem er Iphone 5. Hversu flott samt?

Processed with VSCOcam with t1 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Í ramma með þetta altså ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þetta þótti mér ofur krúttað! Mamma mín heitir Margrét og pabbi minn heitir Ómar. Já, krúttað.

     p17

Daginn eftir átti maðurinn minn afmæli, tuttugu og sex-ý –

Processed with VSCOcam with f2 preset

Úber ferskir ávextir frá markaðinum og nýbakað Pain au Chocolat – HVERSU GEGGJAÐ. Ég var í svona 30 sekúndur að labba þennan fína morgun.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þarna var ég einmitt að labba heim, með afmælisköku og bakkelsi og tvær rósir, æ afþví bara, var að reyna vera krútti.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Leiðin að Louvre!

Processed with VSCOcam with x1 preset

Þríhyrningurinn sæti.

Processed with VSCOcam with f2 preset

EEEHEHE, allir gerðu þetta. Reyndar stóðu hinir upp á svona kassa til að gera það, ég er ekki nógu hugrakkur. Ég gerði bara svona, sem er reyndar ekkert flott. En hey, vera með.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Þessi kom skemmtilega á óvart! Hann er ekki mikill lista unnandi og er nokkuð sama um falleg hús, en París kveikti eitthvað í honum. Það gæti kveikt í grjóti hvað þetta varðar, hverju sem er. Rotturnar í ræsunum eru örugglega heillaðar af umhverfinu sínu líka.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Louvre er svo gínormus, gííínormus.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Processed with VSCOcam with x1 preset

             p28

Þarna er Mona Lisa – mér fannst hún ekkert brjálaðslega spennandi. Lítil og inní glerkassa og gæti verið prentuð for all I know. Ofmetnir hlutir eru ekki svo mikið ég! Nema Kardashians ..

Processed with VSCOcam with t1 preset

Asíubúarnir alveg að verða vittlausir þarna fyrir aftan mig. Í þessu rými eru svo óóótrúlega mikið af stórkostlegum málverkum, maður verðuru eiginlega hálf dolfallinn. Meira spennandi en Monan

p26

ÞETTA! Þetta fannst mér afturámóti brjálaðslega spennandi! Stórt, vígalegt og detailað og sjúklega fallegt málverk eftir Leonardo Da Vinci, enginn glerkassi, ekki lítið, ekkert brjálæði í kringum það.

Processed with VSCOcam with m5 preset

Sjúklega flott –

p31

Ég vildi líka gjarnan mynd af mér á Louvre, svo .. selfie it is.

 p29

EIN Í VIÐBÓT, ÉG OG LOUVRE. Sjáiði hvað ég er að eldast? God damn. #hrukkur

 Processed with VSCOcam with t1 preset

Ég bauð í steik á legendery Le Lipp! MJÖÖÖÖG franskt og ánægjuleg upplifun!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég skildi ekkert á matseðlinum, enda eru þeir ekki með enskan matseðil, alls ekki. Þeir tala litla sem enga ensku heldur. Svo ég oui-aði bara og brosti. Ég skildi samt Bernaise, svo ég pantaði það bara og ég fékk svona steik, sem bráðnaði í trantinum á mér.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þeir voru ekki með neitt annað í boði en vín, en ég gat fengið sítrónuvatn, svo ég þáði það. Bernaise-sósan var heimskulega góð.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with x1 preset

Þessi sætasti.

Processed with VSCOcam with f2 preset

ooooog labbað heim í Parísar-rigningu. Of næs.

ÉG ER FARINN TIL PARÍSAR!!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    11. June 2015

    garg þú ert svo fyndinn gæi! haha
    En love á þessar myndir, langar sjúklega mikið til Parísar núna!!
    -Svana

    • Helgi Omars

      11. June 2015

      Æ mig langar lika aftur! Eigum vid ekki bara ad skella okkur? x